Fjarðabyggð
Fjarðabyggð er það sveitarfélag sem austast liggur á landinu með rúmlega 5.000 íbúa. Það varð til við samruna 14 sveitarfélaga sem fór fram í nokkrum áföngum á árunum 1988 til 2018 og er Fjarðabyggð því eitt yngsta sveitarfélag landsins. Þú ert á góðum stað eru kjörorð sveitarfélagsins.
Í Fjarðabyggð eru stórbrotnir firðir og tignarleg fjöll aðeins brot af því besta. Menning og fjölbreytt mannlíf er ekki síður minnistætt þeim sem heimsækja sveitarfélagið. Eitt af öðru raða lágreist sjávarþorpin sér meðfram strandlengjunni, hvert með sínum bæjarbrag og áhugaverðu sérkennum.
Bæjarkjarnar sveitarfélagsins eru sjö talsins og jafnan kenndir við firðina eða víkurnar sem þeir standa við. Það er þó ekki einhlítt. Neskaupstaður í Norðfirði er fjölmennasta byggðin, með um 1.500 íbúa, en minnst er Brekkuþorp í Mjóafirði með 15 íbúa. Á Eskifirði eru íbúar um 1.000 talsins og tæplega 1.300 búa á Reyðarfirði. Á Fáskrúðsfirði eru íbúar um 700, um 200 manns búa á Stöðvarfirði og í Breiðdal búa einnig um 200 manns.
Fjarðabyggð byggir á sterkum grunni hvað atvinnu- og verðmætasköpun varðar. Gjöful fiskimið eru undan ströndum Austfjarða og er útgerð og vinnsla sjávarafurða ein af meginstoðum atvinnulífsins ásamt álframleiðslu og tengdum þjónustugreinum. Verslun og þjónusta gegna einnig mikilvægu hlutverki og hefur ferðaþjónusta vaxið hratt á undanförnum árum. Þá jókst mikilvægi landbúnaðar í Fjarðabyggð árið 2018 með sameiningu sveitarfélagsins við landbúnaðarhéraðið Breiðdal.
Frístundarleiðbeinandi á Reyðarfirði
Markmið starfsins er að bjóða upp á heildstæða og faglega þjónustu þar sem uppeldisgildi frítímastarfs eru höfð að leiðarljósi. Í því felst að skapa umhverfi og aðstæður þar sem hægt er að þjálfa lykilfærni hjá börnum með áherslu á samskiptafærni, félagsfærni, virkni og þátttöku ásamt styrkingu sjálfsmyndar.
Um er að ræða 50% starf og er vinnutími kl. 12:30-16:30
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hjálpar nemendum við að skipuleggja og framkvæma ýmis þroskandi verkefni.
- Gefur nemendum tækifæri til að stunda heilsusamlega hreyfingu og þroskandi leiki jafnt úti sem inni.
- Aðstoðar nemendur við heimanám.
- Aðstoðar nemendur í kaffi- og matartímum.
- Gæta fyllsta öryggis í vinnu með nemendur og forðast þær aðstæður sem reynst geta þeim hættulegar.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi.
- Sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Frumkvæði og skipulagshæfni.
- Hæfni í mannlegum samskiptum.
Auglýsing birt6. desember 2024
Umsóknarfrestur16. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (7)
Stjórnandi þjónustu- og framkvæmdamiðstöðvar
Fjarðabyggð
Staða sjúkraliða við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð
Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Fjarðabyggð
Þjónustufulltrúi skipulags- og byggingarmála
Fjarðabyggð
Deildarstjóri í launadeild
Fjarðabyggð
Tónlistarkennari óskast
Fjarðabyggð
Stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu
Fjarðabyggð
Sambærileg störf (12)
Stærðfræðikennari á unglingastigi óskast
Kársnesskóli
Okkur vantar umsjónarkennara á yngsta stig í Lindaskóla
Lindaskóli
Umsjónarkennari á yngsta stigi - Öldutúnsskóli
Hafnarfjarðarbær
Tímbundið starf í leikskólanum Garðaseli
Leikskólinn Garðasel
Umsjónarkennari á mið- eða unglingastigi í Húnaskóla
Húnabyggð
Stuðningsfulltrúar óskast við Sjálandsskóla
Garðabær
Krakkakot auglýsir eftir einstaklingi til aðstoðar í eldhúsi
Garðabær
Krakkakot leitar að viðbót við flottan starfsmannahóp
Garðabær
Kennari óskast á miðstig í Snælandsskóla
Snælandsskóli
Leikskólakennari óskast.
Dalvíkurbyggð
Leikskólakennari/leiðbeinandi
Ungbarnaleikskólinn Ársól
Myllubakkaskóli – Kennari á miðstigi (Tímabundin ráðning)
Reykjanesbær