Kársnesskóli
Kársnesskóli
Kársnesskóli

Stærðfræðikennari á unglingastigi óskast

Laus staða stærðfræðikennara í Kársnesskóla

Kársnesskóli er heildstæður grunnskóli í vesturbæ Kópavogs. Í skólanum eru um 670 nemendur í 1. til 10. bekk og 110 starfsmenn og þar ríkir góður starfsandi. Unnið er samkvæmt uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Í Kársnesskóla eru allir nemendur með spjaldtölvur og áhersla er á fjölbreytta kennsluhætti.

Gildi skólans eru virðing, þekking, ábyrgð og ánægja.

Starfssvið

  • Kennsla stærðfræði á unglingastigi ásamt teymisvinnu og kennslu í þematengdum verkefnum
  • Umsjón

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leyfisbréf sem kennari með áherslu á viðkomandi skólastig
  • Reynsla af kennslu stærðfræði á unglingastigi æskileg
  • Góð þekking á Mentor og upplýsingatækni
  • Einlægur áhugi á að vinna með börnum og unglingum
  • Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Framsækni í kennsluháttum
  • Stundvísi og áreiðanleiki er skilyrði

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Starfshlutfall er 100%. Ráðning er frá 1.janúar eða sem fyrst 2025 og um framtíðarráðningu er að ræða.

Umsóknarfrestur er til og með 31.desember.

Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.

Eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum ráðningarvef Alfreðs.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Allir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.

Góðar upplýsingar um skólann má finna á heimasíðu skólans http://karsnesskoli.is/

Upplýsingar gefa skólastjóri, Björg Baldursdóttir í síma 441-4600 og Sigrún Valdimarsdóttir aðstoðarskólastjóri í síma 6960297.

Auglýsing birt11. desember 2024
Umsóknarfrestur31. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Kópavogsbraut 47, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.KennariPathCreated with Sketch.KennslaPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Þolinmæði
Starfsgreinar
Starfsmerkingar