Billboard og Buzz
Billboard og Buzz
Billboard og Buzz

Birtingastjóri

Við leitum að duglegum og metnaðarfullum einstaklingi til að ganga til liðs við öflugt teymi birtingastjóra hjá Billboard og Buzz.

Starfið felst í því að veita viðskiptavinum fyrirtækisins framúrskarandi þjónustu um leið og unnið er náið með viðskiptastjórum að því sameiginlega markmiði að tryggja að birtingar viðskiptavina séu á réttum stað á réttum tíma. Birtingastjóri tryggir að birtingaáætlanir viðskiptavina nái þeim árangri sem fyrir er ætlast í fjölda birtinga.
Starfið felur í sér töluverða skiplagsvinnu, mikil samskipti og álagspunkta sem er þó að miklu leyti hægt að lágmarka með góðu skipulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Innköllun á markaðsefni frá viðskiptavinum
  • Birting á markaðsefni í birtingakerfum Billboard og Símans
  • Samskipti við viðskiptastjóra fyrirtækisins og viðskiptavini
  • Gerð birtingaskýrslna með þarfir viðskiptavina að leiðarljósi
  • Eftirfylgni með árangri birtingaáætlana
  • Þjónusta við markaðsráðgjafa
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun- og/eða reynsla sem nýtist í starfi
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Skipulagshæfni og vandvirkni
  • Þjónustulund og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Eiga auðvelt með teymisvinnu
  • Gott vald á íslensku og ensku, bæði í tali og riti
Fríðindi í starfi
  • Árlegur líkamsræktarstyrkur 
  • Aðgengi að velferðarþjónustu Heilsuverndar 
  • Rafmagnsbílastæði, hjólageymslur og búningsaðstaða 
  • Gleraugnastyrkur 
  • Afslættir af vörum og þjónustu Símans 
  • Samgöngustyrkur vegna vistvænna samgangna til og frá vinnu 
  • Námsstyrkir
Auglýsing birt10. desember 2024
Umsóknarfrestur17. desember 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Ármúli 25, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar