Arion banki
Arion banki
Arion banki

Sérfræðingur í innheimtu

Við leitum að sjálfstæðum, jákvæðum og nákvæmum einstaklingi í starf sérfræðings í innheimtu. Viðkomandi tilheyrir deildinni Endurskipulagning skulda og lögfræðiráðgjöf viðskiptabankasviðs. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni sem snúa að mestu leyti að innheimtu krafna bankans, en að auki öðrum verkefnum á vegum deildarinnar. Um er að ræða spennandi starf í skemmtilegu og árangursdrifnu starfsumhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Lögfræðileg innheimta
  • Samskipti innan bankans og við opinbera aðila
  • Fyrirspurnir og samskipti við viðskiptavini
  • Afskriftir
  • Stefnugerð
  • Kröfulýsingargerð
  • Gerð aðfarar- og nauðungarsölubeiðna
  • Afstemmingar og útreikningar
  • Ýmis önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla og þekking á lögfræðiinnheimtu sem og þeim reglum sem gilda þar um, nauðsynleg.
  • Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Góð tölvukunnátta, þekking á Innheimtukerfi Credit Info nauðsynleg.
  • Þekking til að geta svarað viðskiptavinum varðandi vanskil og úrlausnir.
  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar.
  • Þjónustulund og jákvætt viðmót.
Auglýsing birt3. desember 2024
Umsóknarfrestur15. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Borgartún 19, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar