Frístundamiðstöðin Tjörnin
Tjörnin er frístundamiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða. Tjörnin býður börnum og unglingum í þessum borgarhluta upp á fjölbreytt félags- og tómstundastarf þar sem áhersla er lögð á forvarnir og að beina þeim inn á braut heilbrigðs og jákvæðs lífernis. Uppbygging þjónustu í frítímanum er ein af kröfum nútímans. Þar á að vera vettvangur tómstunda, menntunar, menningar og uppeldis undir handleiðslu hæfra starfsmanna.
Foreldar eru hvattir til að fylgjast nánar með starfssemi Tjarnarinnar á facebook sem og á heimasíðum hvers frístundaheimilis og félagsmiðstöðvar fyrir sig. Í öllum starfseiningum Tjarnarinnar er unnið með lýðræði, mannréttindi og þátttöku. Í frístundaheimilum eru barnaráð sem hafa það hlutverk að koma skoðunum og hugmyndum barnanna á framfæri og virkja þau í að taka þátt í lýðræðissamfélagi.
Forstöðumaður í frístundaheimilið Frostheima
Frístundamiðstöðin Tjörnin óskar eftir öflugum, sjálfstæðum og metnaðarfullum einstaklingi í starf forstöðumanns í frístundaheimilinu Frostheimum. Frostheimar þjónusta börn í 3.-4. bekk í Granda-, Mela- og Vesturbæjarskóla að loknum skóladegi og í skólafríum.
Frístundaheimilið Frostheimar tilheyrir frístundamiðstöðinni Tjörninni, sem starfrækir auk Frostheima frístundaheimilin Draumaland við Austurbæjarskóla, Eldflaugina við Hlíðaskóla, Halastjörnuna við Háteigsskóla, Skýjaborgir við Vesturbæjarskóla, Selið við Melaskóla og Undraland við Grandaskóla. Auk þess starfrækir Tjörnin félagsmiðstöðvar f. börn í 5.-10. bekk við sömu skóla.
Frístundamiðstöðin heyrir undir skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar og leggur áherslu á starfsþróun og vellíðan starfsfólks.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Markmið og tilgangur starfs
Að veita 6–9 ára börnum og foreldrum þeirra heildstæða og faglega þjónustu þar sem uppeldisgildi frítímans eru höfð að leiðarljósi í samræmi við menntastefnu Reykjavíkurborgar og farsældarlögin.
Tilgangur starfsins er að stuðla að auknum félagsþroska barna með áherslu á aukið sjálfstæði, ábyrgð og virkni þeirra í starfi ásamt mikilvægi heilbrigðs lífsstíls. Bjóða skal upp á fjölbreytt viðfangsefni sem höfða til ólíkra barna með mismunandi áhugasvið og tryggja þeim öruggar aðstæður þannig að þeim líði vel í frístundaheimilinu.
Sjá skal til þess að öll börn njóti jafnræðis óháð uppruna, þjóðerni, litarhætti, trúarbrögðum,stjórnmálaskoðunum, kynferði, kynhneigð, aldri, efnahag, ætterni, fötlun, heilsufari eða annarri stöðu.
Launakjör
# Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Sameykis
Nánari upplýsingar um starfið veitir Steinunn Th. Gretarsdóttir, deildarstjóri barnasviðs
Tölvupóstur: steinunn.th.gretarsdottir@reykjavik.is
Athygli er vakin á því að viðkomandi þarf að geta hafið störf eigi síðar en um miðjan febrúar 2025, möguleiki að hefja störf fyrr.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Umsókn má skila inn hér: Forstöðumaður í frístundaheimili. | Reykjavik
Helstu verkefni og ábyrgð
Verkefni og ábyrgð
# Umsjón með daglegri starfsemi frístundaheimilisins
# Umsjón með ráðningum og starfsmannahaldi
# Að veita starfsmönnum leiðsögn um framkvæmd starfsins og stuðla að lýðræðislegum starfsháttum og góðum starfsanda
# Ber ábyrgð á skipulagningu, undirbúningi og framkvæmd starfsins í samráði við samstarfsfólk og þátttakendur í starfinu
# Umsjón með faglegu innra starfi í samvinnu við aðstoðarforstöðumenn.
# Samskipti og samstarf við foreldra, starfsfólk skóla og aðra starfsmenn frístundamiðstöðvarinnar
# Þátttaka í að móta stefnu og framtíðarsýn
# Stjórnun starfsmanna og eftirlit með frammistöðu og viðveru
# Launavinnsla, innkaup og reikningasamþykkt
# Þátttaka í þverfaglegu samstarfi í kringum börnin, m.a. seta í lausnarteymum grunnskólanna og annarri vinnu sem varðar innleiðingu farsældarlaganna
Menntunar- og hæfniskröfur
Hæfniskröfur
# Háskólapróf á uppeldissviði, s.s. tómstunda- og félagsmálafræði, eða önnur sambærileg menntun
# Meistarapróf á sviði uppeldismenntunar eða stjórnunar eða mikil starfs- og stjórnunarreynsla á viðkomandi sérfræðisviði
# Haldgóð reynsla af starfi með börnum
# Góð þekking á starfi frístundaheimila
# Frumkvæði, sjálfstæði og fagleg vinnubrögð
# Samskiptahæfni sem miðar að því að koma að og leysa erfið mál sem tengjast starfsfólki og/eða þjónustuþegum
# Reynsla af stjórnun
# Miklir skipulagshæfileikar
# Lipurð og sveigjanleiki
# Almenn tölvu- og samskiptamiðla kunnátta
Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Með umsókn skal fylgja starfsferilskrá og greinagerð sem greinir frá sýn umsækjenda á starf stjórnanda á vettvangi frítímans .
Fríðindi í starfi
Fríðindi í starfi
# Sundkort
# 36 stunda vinnuvika
# Samgöngusamningur
# Heilsustyrkur Reykjavíkurborgar
# Stykjakerfi Sameykis
Auglýsing birt9. desember 2024
Umsóknarfrestur22. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Frostaskjól 2, 107 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Fljót/ur að læraFrumkvæðiHeiðarleikiHreint sakavottorðHugmyndaauðgiJákvæðniKennslaMannleg samskiptiMetnaðurSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagStundvísiSveigjanleikiTeymisvinnaUmönnun (barna/aldraðra/fatlaðra)VandvirkniVinna undir álagiÞjónustulundÞolinmæði
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (7)
Ert þú öflugur leiðtogi?
Seðlabanki Íslands
Fagstjóri örverumælinga
Matís ohf.
Stjórnandi þjónustu- og framkvæmdamiðstöðvar
Fjarðabyggð
Forstöðumaður Innlána og greiðslna
Reiknistofa bankanna
Rekstrarstjóri
Kæling Víkurafl
Spennandi stjórnunarstarf / Exciting management job
Alcoa Fjarðaál
Senior Producer
CCP Games