Forstöðumaður Innlána og greiðslna
RB leitar að öflugum leiðtoga til að leiða deild innlána og greiðslna hjá fyrirtækinu. Innlán og greiðslur eru kjarnalausnir í tækniumhverfi íslenska bankakerfisins. Öruggur rekstur kerfanna er lykilatriði sem og að öll verkefni og þjónusta innlána og greiðslna standist gæða- og öryggiskröfur og séu í takt við samninga og væntingar viðskiptavina.
Viðkomandi kemur til með að leiða kraftmikinn starfsmannahóp innlána og greiðslna sem samanstendur af um 20 einstaklingum með mikla reynslu og þekkingu á greiðslumiðlun á Íslandi. Við leitum að aðila með metnað til góðra verka sem hefur brennandi áhuga á viðfangsefninu.
Innlán og greiðslur eru hluti af Hugbúnaðarsviði RB. Einnig er forstöðumaður innlána og greiðslna hluti af öflugu stjórnendateymi RB sem vinnur sameiginlega að verkefnum og markmiðum félagsins.
Helstu verkefni
- Tryggja öruggan og skilvirkan rekstur innlána- og greiðslukerfa RB
- Vinna að framþróun kerfanna svo þau uppfylli þarfir viðskiptavina til framtíðar
- Byggja upp og viðhalda góðri vinnustaðamenningu og öflugri liðsheild. Huga að þjálfun og öryggismenningu meðal starfsmanna deildarinnar
- Samskipti við viðskiptavini RB
- Samskipti við erlenda birgja innlána- og greiðslukerfa
- Ber ábyrgð á áætlanagerð, stefnumótun og uppbyggingu deildarinnar í takt við stefnu fyrirtækisins
- Daglegur rekstur deildarinnar
Hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Framúrskarandi leiðtoga- og stjórnunarhæfni
- Þekking og reynsla af íslenskum fjármálamarkaði
- Þekking og skilningur á greiðslumiðlun er mikill kostur
- Metnaður, árangursdrifni og frumkvæði
- Góð enskukunnátta
Ef þú hefur áhuga á starfinu en uppfyllir ekki allar kröfur þá hvetjum við þig samt sem áður til þess að sækja um, þú gætir einmitt verið einstaklingurinn sem við leitum að í þetta eða annað starf.
RB er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður með sterka vinnustaðamenningu þar sem áhersla er á að starfsfólk fái að læra og þróast í starfi.
Höfuðstöðvar RB eru á Dalvegi 30 í björtu og hlýlegu húsnæði þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar. Starfsánægja í RB hefur verið há um árabil og endurspeglar metnað fyrirtækisins til að hlúa vel að starfsfólki.
RB hefur hlotið jafnlaunavottun og leggur áherslu á launajafnrétti sem og jafnrétti kynjanna í einu og öllu. RB er fjölskylduvænn vinnustaður með sveigjanlega fjarvinnustefnu.
Öll kyn eru hvött til þess að sækja um.
Umsóknum þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir því hvers vegna þú ættir að verða fyrir valinu.
Umsóknarfrestur er til og með 15.12.2024
Nánari upplýsingar veitir Jón Helgi Einarsson, framkvæmdastjóri Hugbúnaðarsviðs í síma 569 8877. Farið er með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.