Alcoa Fjarðaál
Alcoa Fjarðaál
Alcoa Fjarðaál

Spennandi stjórnunarstarf / Exciting management job

Alcoa Fjarðaál er að fjölga leiðtogum í stjórnendateymið.

Í boði er skemmtilegt og krefjandi starf sem hentar vel jákvæðum, drífandi og metnaðarfullum einstaklingi sem vilja ná árangri í sínu starfi. Meginverkefni leiðtoga er að leiða teymi með tilheyrandi mönnun og stjórnunartengdum verkefnum, fylgja eftir framleiðsluáætlunum og taka virkan þátt í daglegum verkefnum við framleiðslu.

Hjá Alcoa Fjarðaál er lögð áhersla á jákvæð samskipti og góðan starfsanda. Við leggjum metnað okkar í að ná árangri, vinna stöðugt í umbótum, fylgja stöðlum og tryggja öryggi okkar allra á vinnustaðnum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stjórnunartengd verkefni
  • Virk þátttaka í daglegum verkefnum við framleiðslu
  • Eftirfylgni með að framleitt sé samkvæmt áætlun
  • Eftirfylgni með að framleitt sé samkvæmt gæðakröfum og stöðlum Alcoa
  • Leiða stöðugar umbætur teymisins
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Stjórnunarreynsla er æskileg
  • Rík samskiptahæfni og metnaður
  • Frumkvæði, drifkraftur og almenn jákvæðni
  • Skipulagshæfni og umbótahugarfar
  • Rík öryggis- og gæðavitund
  • Góð tölvukunnátta og gott vald á íslensku og ensku.
Fríðindi í starfi
  • Íþrótta og meðferðastyrkir
  • Rútuferðir frá helstu byggðarkjörnum
  • Mötuneyti
  • Öflug velferðaþjónusta
Auglýsing birt27. nóvember 2024
Umsóknarfrestur15. desember 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Hraun 1, 731 Reyðarfjörður
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar