Alcoa Fjarðaál
Álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði hóf starfsemi árið 2007. Fjarðaál er eitt af nútímalegustu og tæknilega fullkomnustu álverum heims og er fyrirmynd hvað varðar umhverfisvernd og jafnréttismál. Álverið er það stærsta á Íslandi með framleiðslugetu allt að 360.000 tonn af áli á ári.
Álver Alcoa Fjarðaáls er stór og lifandi vinnustaður sem aldrei sefur. Saman sköpum við útflutningsverðmæti á öruggan og ábyrgan hátt, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Gildi okkar eru heilindi, árangur, umhyggja og hugrekki. Öryggi og heilbrigði eru ávallt forgangsmál á vinnustaðnum. Við höfum stöðugar umbætur að leiðarljósi og leggjum áherslu á þátttöku allra í umbótavinnu. Við viljum líka hafa gaman í vinnunni og láta gott af okkur leiða í samfélaginu á Austurlandi.
Samkeppnishæf launakjör og aðbúnaður til fyrirmyndar
Fjarðaál greiðir samkeppnishæf laun og aðbúnaður starfsmanna er til fyrirmyndar. Við fáum meðal annars ókeypis akstur til og frá vinnu og frítt fæði í frábæru mötuneyti. Við erum með öflugt mannauðsteymi og höfum okkar eigin heilsugæslu og aðgang að Velferðarþjónustu Heilsuverndar.
Fjölbreytt störf og mikil tækifæri til starfsþróunar
Fastráðnir starfsmenn Fjarðáls eru um 540 og þar að auki starfa um 250 manns á vegum annarra fyrirtækja í álverinu. Störfin hjá Fjarðaáli eru afar fjölbreytt og tækifæri til þjálfunar, menntunar og starfsþróunar eru mikil. Móðurfélagið Alcoa Corporation er leiðandi í áliðnaði á heimsvísu og þar eru líka tækifæri til starfsþróunar.
Spennandi stjórnunarstarf / Exciting management job
Alcoa Fjarðaál er að fjölga leiðtogum í stjórnendateymið.
Í boði er skemmtilegt og krefjandi starf sem hentar vel jákvæðum, drífandi og metnaðarfullum einstaklingi sem vilja ná árangri í sínu starfi. Meginverkefni leiðtoga er að leiða teymi með tilheyrandi mönnun og stjórnunartengdum verkefnum, fylgja eftir framleiðsluáætlunum og taka virkan þátt í daglegum verkefnum við framleiðslu.
Hjá Alcoa Fjarðaál er lögð áhersla á jákvæð samskipti og góðan starfsanda. Við leggjum metnað okkar í að ná árangri, vinna stöðugt í umbótum, fylgja stöðlum og tryggja öryggi okkar allra á vinnustaðnum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stjórnunartengd verkefni
- Virk þátttaka í daglegum verkefnum við framleiðslu
- Eftirfylgni með að framleitt sé samkvæmt áætlun
- Eftirfylgni með að framleitt sé samkvæmt gæðakröfum og stöðlum Alcoa
- Leiða stöðugar umbætur teymisins
Menntunar- og hæfniskröfur
- Stjórnunarreynsla er æskileg
- Rík samskiptahæfni og metnaður
- Frumkvæði, drifkraftur og almenn jákvæðni
- Skipulagshæfni og umbótahugarfar
- Rík öryggis- og gæðavitund
- Góð tölvukunnátta og gott vald á íslensku og ensku.
Fríðindi í starfi
- Íþrótta og meðferðastyrkir
- Rútuferðir frá helstu byggðarkjörnum
- Mötuneyti
- Öflug velferðaþjónusta
Auglýsing birt27. nóvember 2024
Umsóknarfrestur15. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
MeðalhæfniNauðsyn
Enska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Hraun 1, 731 Reyðarfjörður
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)
Bifvélavirki / Mechanic
Lotus Car Rental ehf.
Ísafjörður
N1
Starfsmaður Hobby & Sport
Hobby & Sport ehf
Flokkstjóri í Dreifingarmiðstöð
Eimskip
Starfskraftur í steinsmiðju óskast!
Fígaró náttúrusteinn
Rekstrarstjóri
Kæling Víkurafl
Vaktstjóri í fullt starf!
BAUHAUS slhf.
Óskum eftir vaktstjórum á höfuðborgarsvæðinu
Krónan
Verkstjóri óskast á Bílaspítalann
Bílaspítalinn ehf
Vakststjóri Dalslaug
Reykjavíkurborg
Senior Producer
CCP Games
Verkstjóri í stálsmiðju – Slippurinn Akureyri
Slippurinn Akureyri ehf