COWI
COWI er alþjóðlegt ráðgjafarfyrirtæki með höfuðstöðvar í Danmörku og yfir 8.000 starfsmenn sem vinna að um 10.000 verkefnum að staðaldri víða um heim. Í samvinnu við viðskiptavini vinnum við að því að móta þjónustu og lausnir á sviði sjálfbærni sem bæta lífsgæði fólks og komandi kynslóða. Þjónustusviðið okkar nær yfir verkfræði, arkitektúr, orku og umhverfismál.
Við trúum því að velsæld stuðli að betri frammistöðu og að betri frammistaða ýti undir vellíðan. Ef þú hefur áhuga á að ganga til liðs við okkur munt þú starfa með fólki sem er ávallt reiðubúið að rétta fram hjálparhönd. Okkar helsta hvatning er að skapa vinnustað framtíðarinnar; umhverfi þar sem fólk fær að vaxa og dafna. Og þótt að verkefnin okkar séu stór og jafnvel alvarleg þá tökum við okkur sjálf mátulega hátíðlega.
Ef þú gengur til liðs við okkur verður þú hluti af alþjóðlegu samfélagi sérfræðinga þar sem gagnkvæm miðlun á þekkingu fer fram. Þú færð einnig tækifæri til þess að vinna þvert á landamæri og breyta áskorunum í sjálfbærar lausnir. Auk þess er starfsþróun mikilvægur þáttur sem við sinnum vel fyrir hvern og einn starfsmann. Allt þetta stuðlar að því að þú fáir að þróast og þroska nýja hæfni og við fáum verðmætan starfskraft með haldbæra þekkingu. Þannig erum við öll í fararbroddi grænna umskipta.
Sérfræðingur í veituhönnun
Vilt þú verða hluti af alþjóðlegu fyrirtæki og takast á við áhugaverð verkefni?
COWI á Íslandi leitar að sérfræðingi í veituhönnun. Helstu verkefni eru hönnun hita-, vatns- og fráveitna bæði í þéttbýli og dreifbýli.
Helstu verkefni og ábyrgð
Við leitum að öflugum tæknifræðing eða verkfræðing til að bætast við fjölbreyttan hóp á deild samganga og veitna, en á deildinni starfa 20 einstaklingar. Verkefnin eru fjölbreytt og krefjandi og felast m.a. í sjálfbærri hönnun veitukerfa og áframhaldandi þróum og innleiðingu á upplýsingatækni í mannvirkjagerð (BIM).
Lykilverkefni eru m.a.:
- Hönnun hita-, vatns- og fráveitu.
- Gerð hönnunarteikninga.
- Verklýsingar og magntaka.
- Gerð efnislista.
- Samskipti við verkkaupa, verktaka og aðra hagsmunaaðila
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun á sviði tæknifræði eða verkfræði.
- Reynsla af hönnun veitna er kostur.
- Reynsla af hönnun í Autodesk Civil 3D eða sambærilegum forritum er kostur.
- Frumkvæði í starfi, nákvæm og sjálfstæði vinnubrögð.
- Góð samskiptafærni, jákvætt viðhorf og árangursdrifni.
- Góð Íslenskukunnátta í tali og rituðu máli er æskileg.
Fríðindi í starfi
- Niðurgreitt mötuneyti
- Öflugt starfsmannafélag
- Fæðingarstyrkur
- Samgöngustyrkur
- Líkamsræktar- og sturtuaðstaða
- Líkamsræktarstyrkur
Auglýsing birt12. desember 2024
Umsóknarfrestur6. janúar 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Urðarhvarf 6, 203 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
TæknifræðingurVerkfræðingur
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)
Sölumaður á byggingadeild
Límtré Vírnet ehf
Sérfræðingur með BIM þekkingu
VSÓ Ráðgjöf ehf.
Sérfræðingur í rekstri samninga
Veitur
VÉLAHÖNNUÐUR
Vélfag
Design Transfer Engineer
Embla Medical | Össur
Umhverfis- og framkvæmdasvið - Forstöðumaður fráveitu
Reykjanesbær
Umhverfis- og framkvæmdasvið - Deildarstjóri Umhverfismála
Reykjanesbær
Sérfræðingur í upplýsingakerfum veitna
Norðurorka hf.
Leiðandi sérfræðingur á sviði stafræns öryggis
Fjarskiptastofa
Byggingahönnuður - Suðurland
Verkís
Framkvæmdaeftirlit - Reykjanes
Verkís
Sérfræðingur Flugvallarþjónustu
Isavia / Keflavíkurflugvöllur