Sérfræðingur Flugvallarþjónustu
Flugvallarþjónusta Keflavíkurflugvallar ber ábyrgð á björgunar- og slökkviþjónustu við loftför ásamt vetrarþjónustuverkefnum sem einkum felast í snjóruðningi og hálkuvörnum á flugvellinum, ásamt ástandsmati og upplýsingagjöf til flugáhafna og annarrar notenda flugvallarins. Að auki sinnir flugvallarþjónustan ýmsum stoðverkefnum sem tengjast rekstri Keflavíkurflugvelli ásamt því að starfrækja verkstæði. Við leitum að lausnamiðuðum og jákvæðum einstaklingi sem er tilbúinn til þess að starfa með okkur að spennandi verkefnum í síkviku og erilsömu vinnuumhverfi á Keflavíkurflugvelli.
Helstu verkefni
- Vinnsla og framsetning gagna vegna rekstrarumbóta
- Þátttaka í þróun snjallra lausna vegna söfnunar, vinnslu og nýtingar gagna, einkum vegna vöktunar veðurs, færðarástands og við framkvæmd vetrarþjónustuverka
- Þátttaka í daglegum rekstrarverkefnum Flugvallarþjónustu
- Stuðningur við starfsfólk við innleiðingu verkferla og snjallra lausna
Kröfur um menntun, reynslu og hæfni
- Háskólamenntun af verkfræði- eða raungreinasviði
- Framúrskarandi tölvukunnátta er skilyrði
- Reynsla af vinnslu, greiningu og framsetningu tölulegra gagna
- Kunnátta og hagnýt reynsla í notkun gagnagrunna og vefþjónusta
- Þekking á framendaforritun, tólum til myndrænnar framsetningar gagna og lágkóða forritunarumhverfi er kostur
- Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli
- Framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfni
- Ánægja af því að læra og leiðbeina
- Frumkvæði og næmt auga fyrir umbótatækifærum
Starfsstöð: Keflavíkurflugvöllur
Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri.
Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.
Umsóknarfrestur er til og með 15. desember 2024. Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum verður svarað.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Skúli Þórðarson, sérfræðingur vetrarþjónustu, skuli.thordarson@isavia.is
Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.