Mosfellsbær
Mosfellsbær
Mosfellsbær

Leiðtogi upplýsingatækni

Mosfellsbær er á spennandi vegferð við að umbreyta upplýsingatækniumhverfi sínu og í því felast mikil tækifæri til að hafa áhrif og leiða breytingastjórnun hjá einu af stærsta sveitarfélagi landsins. Leiðtogi í upplýsingatæknimálum mun gegna lykilhlutverki í að sameina upplýsingatækniumhverfi Mosfellsbæjar og móta framtíðarsýn í UT þjónustu og kerfisrekstri. Nýlega var gerð úttekt á upplýsingatækniumhverfi bæjarins og ljóst er að spennandi verkefni bíða nýs leiðtoga. 

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Yfirsýn og umsjón með upplýsingatækniumhverfi sveitarfélagsins, daglegum rekstri og þjónustu við stofnanir og starfsfólk. 

  • Ábyrgð á rekstraröryggi og gæðaeftirliti upplýsingatæknikerfa.  

  • Ábyrgð á gerð og viðhaldi samninga við birgja ásamt kostnaðareftirliti. 

  • Stefnumörkun á sviði upplýsingatækni, breytingastjórnun og ábyrgð á framþróun á innviðum, kerfum og annarri tæknihögun ásamt fræðslu til starfsfólks. 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er skilyrði, tölvunarfræði eða verkfræði er kostur 

  • Góð þekking á upplýsingatæknimálum er skilyrði  

  • Farsæl reynsla í sambærilegu starfi er kostur 

  • Góð samskiptafærni 

  • Hæfni í að leiða breytingar og að miðla upplýsingum 

  • Geta til að skilja og greina upplýsingatæknikerfi og kerfisstjórnun er kostur 

  • Reynsla af gerð og framkvæmd birgjasamninga 

  • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð, drifkraftur og metnaður  

  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku.  

 

Auglýsing birt16. desember 2024
Umsóknarfrestur15. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Þverholt 2, 270 Mosfellsbær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar