Framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar
Embætti framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar Íslands er laust til umsóknar. Stjórn Mannréttindastofnunar Íslands skipar framkvæmdastjóra stofnunarinnar til fimm ára í senn. Leitað er eftir öflugum og faglegum leiðtoga til að leiða stofnunina, sem hefur það meginhlutverk, skv. lögum um Mannréttindastofnun Íslands, nr. 88/2024, með síðari breytingum, sem taka gildi 1. maí 2025, að efla og vernda mannréttindi á Íslandi eins og þau eru skilgreind í stjórnarskrá, lögum, alþjóðasamningum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum.
Mannréttindastofnun Íslands er sjálfstæð í störfum sínum og óháð fyrirmælum frá öðrum, þ.m.t. Alþingi. Stofnunin tekur ekki ákvarðanir í einstökum málum, hefur eftirlit með framkvæmd samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, í samræmi við 2. mgr. 33. gr. samningsins. Einnig sinnir stofnunin réttindagæslu fyrir fatlað fólk, sbr. 9. gr. laganna.
- Mannréttindastofnun Íslands skal vinna að því að opinberir aðilar og einkaaðilar virði mannréttindi á öllum sviðum samfélagsins.
- Annast daglega starfsemi og rekstur Mannréttindastofnunar Íslands og kemur fram fyrir hennar hönd.
- Vera opinberum aðilum og eftir atvikum einkaaðilum til ráðgjafar og vernd mannréttinda.
- Hafa eftirlit með framkvæmd laga og alþjóðlegra skuldbindinga Íslands á sviði mannréttinda og eftir atvikum koma með ábendingar varðandi fullgildingu eða aðild að alþjóðlegum skuldbindingum sem eru til þess fallnar að tryggja mannréttindi.
- Fjalla um ástand mannréttindamála í landinu, vekja athygli Alþingis og stjórnvalda á hugsanlegum mannréttindabrotum og koma með tillögur að úrbótum.
- Eiga samstarf við innlendar, erlendar og alþjóðlegar stofnanir og samtök á sviði mannréttinda og stuðla að samhæfingu.
- Skýrslugjöf til alþjóðlegra eftirlitsaðila á sviði mannréttinda.
- Hvetja til, stuðla að og taka þátt í rannsóknum, fræðslu og opinberri umræðu um mannréttindi.
- Veita einstaklingum sem til hennar leita leiðbeiningar, ráðgjöf og aðstoð á sviði mannréttinda, svo sem með því að leiðbeina um innlendar og alþjóðlegar kæruleiðir.
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Þekking og reynsla á sviði mannréttinda.
- Metnaður og framsýni til að leiða nýja stofnun og skapa starfsemi hennar sýn til framtíðar.
- Farsæl stjórnunarreynsla og framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum.
- Reynsla af rekstri, stefnumótun og áætlanagerð.
- Öguð og skilvirk vinnubrögð.
- Framúrskarandi tjáningarhæfni og öflug leiðtogahæfni.
- Gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti.
- Góð kunnátta í ensku. Kunnátta í a.m.k. einu Norðurlandamáli er æskileg.