Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Félagsliði eða sjúkraliði óskast í hlutastarf

Heimaþjónusta Reykjavíkur óskar eftir félagsliða eða sjúkraliða í 40% til 50% starf við að veita einstaklingum með heilabilun stuðning.

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar býður upp á þjónustu fyrir einstaklinga með heilabilun til þess að létta undir með aðstandendum.

Um leið og hinum heilabilaða einstaklingi er veittur stuðningur gefst aðstandendum kostur á að fara út af heimilinu og sinna hugðarefnum sínum með vissu um að ástvinur hans er í góðum höndum.

Með þessum stuðningi verndum við heilsu allra aðila heimilisins/fjölskyldunnar.

Helstu verkefni og ábyrgð

Heimaþjónustan veitir þjónustu inn á heimilum notenda. Verkefni starfsmanna eru að vera einstaklingnum innan handar og gera með honum það sem honum finnst skemmtilegt og kýs að gera hverju sinni. Svo sem að fara á kaffihús, í bíó, elda mat, horfa á leikinn, spila, tefla eða hvað sem hugurinn girnist þann daginn.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Félagsliða- eða sjúkraliðamenntun skilyrði
  • Reynsla af heimaþjónustu eða umönnunarstörfum æskileg
  • Framúrskarandi þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Vandvirkni og sjálfstæði í starfi
  • Jákvætt og lausnarmiðað viðhorf
  • Viðkomandi þarf að vera eldri en 18 ára
  • Ökuréttindi B
  • Íslenskukunnátta á bilinu B1-C1 (í samræmi við samevrópskan tungumálaramma)
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar
Fríðindi í starfi
  • Sundkort hjá Reykjavíkurborg
  • Menningarkort hjá Reykjavíkurborg
  • Heilsuræktarstyrkur
  • Samgöngustyrkur
Auglýsing birt3. janúar 2025
Umsóknarfrestur17. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hraunbær 119, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar