Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Stuðningsfulltrúi óskast á skammtímadvöl fyrir fötluð ungmen

Skammtímadvölin Holtavegi leitar að metnaðarfullum og jákvæðum stuðningsfulltrúa til starfa í skammtímadvöl fyrir fötluð börn og ungmenni. Stuðningsfulltrúi vinnur eftir stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum fatlaðs fólks með það að markmiði að efla færni meðal annars með að auka sjálfstæði, stuðla að jákvæðri sjálfsmynd og auka lífsgæði þeirra sem við þjónustum.

Helstu verkefni og ábyrgð

Styður og hvetur einstaklinga við athafnir daglegs lífs og allt sem viðkemur heimilishaldi og sjálfshjálp.

Sinnir umönnun og er vakandi yfir andlegri og líkamlegri líðan einstaklinganna.

Styður einstaklinga til félagslegrar þátttöku s.s. rækta félagstengsl, stunda afþreyingu, sækja menningarviðburði og íþróttir.

Framfylgir einstaklingsáætlunum í samráði við einstaklinga og ábyrgðaraðila.

Tekur þátt í starfsmannafundum og teymisvinnu sem tengjast starfinu.

Önnur þau störf sem starfsmanni kunna að vera falin af yfirmanni.

Menntunar- og hæfniskröfur

Góð almenn menntun.

Reynsla af vinnu með fötluðu fólki æskileg.

Sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum.

Frumkvæði, jákvæðni og sjálfstæð vinnubrögð.

Íslenskukunnátta B2 (samkvæmt evrópskum tungumálaramma)

Æskilegt er að viðkomandi hafi náð 20 ára aldri.

Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.

Bílpróf er kostur.

Auglýsing birt2. janúar 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar