Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Ráðgjafi í málaflokki fatlaðs fólks

Austurmiðstöð, auglýsir lausa til umsóknar stöðu ráðgjafa í málaflokki fatlaðs fólks. Leitað er eftir metnaðarfullum og drífandi einstaklingi með einlægan áhuga á málaflokki fatlaðs fólks. Um tímabundna stöðu er að ræða í 100% starfshlutfalli. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Austurmiðstöð er framsækinn vinnustaður sem býður upp á spennandi tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu á þjónustu við fatlað fólk í hverfi borgarinnar og þverfaglegu samstarfi innan sem utan hverfis. Í starfinu felst samvinna með öflugum og metnaðarfullum hópi fagfólks, að málefnum fatlaðs fólks og þátttaka í sameiginlegum verkefnum velferðarsviðs í málaflokknum.

Austurmiðstöð býður einnig upp á:

  • Gott vinnuumhverfi.
  • Sveigjanlegan vinnutíma og 36 stunda vinnuviku.
  • Handleiðsluteymi ráðgjafa.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ráðgjöf og stuðningur við fatlað fólk og aðstandendur þeirra.
  • Málstjórn, ábyrgð og vinnsla einstaklingsmála.
  • Umsjón og yfirsýn einstaklingsbundinna þjónustuáætlana.
  • Fræðsla og leiðbeiningar um málaflokkinn.
  • Þverfaglegt samstarf og þátttaka í fagteymum.
  • Þátttaka í eflingu notendasamráðs.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði mennta-, félags- eða heilbrigðisvísinda sem nýtist í starfi. 
  • Framhaldsmenntun á sviði fötlunar er æskileg.
  • Umfangsmikil þekking og reynsla af ráðgjöf og stuðningi við fatlað fólk og fjölskyldur þeirra.
  • Þekking á hugmyndafræði sjálfstæðs lífs, þjónandi leiðsögn og samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
  • Áhugi á þverfaglegu samstarfi.
  • Skipulagshæfileikar, sjálfstæði, frumkvæði og nákvæmni í starfi.
  • Jákvætt hugarfar og vilji til að taka þátt í þróunarstarfi.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum.
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Fríðindi í starfi
  • Heilsustyrkur
  • Sundkort
  • Menningarkort
  • Samgöngustyrkur
Auglýsing birt23. desember 2024
Umsóknarfrestur5. janúar 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar