Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Árborg

Starfsmaður í fylgd fatlaðra í akstursþjónustu

Vilt þú taka að þér mikilvægt hlutverk í þjónustu við fatlaða einstaklinga?

Velferðarþjónusta Árborgar leitar að ábyrgum og þjónustuliprum einstaklingi til að sinna fylgd fatlaðra í akstursþjónustu.

  • Starfið fer fram á verktakagrundvelli.
  • Nauðsynlegt er að viðkomandi geti hafið störf sem allra fyrst.
  • Um er að ræða mikilvæga þjónustu sem stuðlar að aukinni þátttöku og lífsgæðum fatlaðra einstaklinga.

Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Fylgd við fatlaða einstaklinga í akstursþjónustu.
  • Verkefnin felast í að veita einstaklingi stuðning í stökum ferðum, að öllu jafna á morgnana og síðdegis.
  • Starfið er unnið í samræmi við mat Barnateymis Árborgar, sem metur þörf fyrir stuðning einstaklinga í akstursþjónustu.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Ábyrgð, stundvísi og rík þjónustulund.
  • Lipurð í samskiptum og vilji til að sinna fjölbreyttum verkefnum.
  • Reynsla af störfum með fötluðum einstaklingum er kostur.
  • Hæfni að tileinka sér mikilvægar upplýsingar er varðar hugsanlegar áskoranir í starfinu.
Auglýsing birt20. desember 2024
Umsóknarfrestur10. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Austurvegur 2, 800 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar