Starfsfólk við aðhlynningu aldraðra
Starfsfólk í umönnun sinnir fjölbreyttum verkefnum og er enginn vinnudagur eins. Starfað er náið með íbúum og þeir aðstoðaðir við allar daglegar athafnir svo sem við fataskipti, böðun, salernisferðir, matmálstíma, lyfjainntöku og félagslegan stuðning.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Aðstoða íbúa við allar athafnir daglegs lífs
- Vinna með öðrum fagstéttum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góð færni í samskiptum
- Sjálfstæði í starfi og stundvísi
- Metnaður og öguð vinnubrögð
- Geta átt samskipti á íslensku
Seltjörn er eitt þriggja hjúkrunarheimila rekið að Vigdísarholti ehf. Hjúkrunarheimilið opnaði í mars 2019 og er staðsett á vestanverðu Seltjarnarnesi í grennd við náttúruperluna Gróttu. Á Seltjörn eru fjögur tíu manna heimili sem skiptast í tvær einingar. Austur- og Norðurtún mynda aðra eininguna og Móakot og Nýibær hina. Markmið Vigdísarholts er að veita framúrskarandi hjúkrun og auka lífsgæði fólks á síðustu árum ævinnar.
Greitt er samkvæmt kjarasamningum Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Eflingar.