Garðabær
Garðabær
Garðabær

Garðabær leitar að starfsfólki í stuðningsþjónustu

Velferðarsvið Garðabæjar leitar að jákvæðu, hressu og drífandi starfsfólki í 50-80% starfshlutfall í vaktavinnu og þarf viðkomandi að geta unnið morgun-, kvöld-, nætur og helgarvaktir.

Um er að ræða starf með einstaklingi með Duchenne vöðvarýrnunarsjúkdóm, sem notar hjólastól sem hann stýrir sjálfur. Viðkomandi er með eigin bíl og því er mikilvægt að starfsfólk sé með ökuréttindi.

Við leggjum áherslu á jákvæð samskipti, húmor og framúrskarandi þjónustu. Í boði er skemmtilegt og fjölbreytt starf.

Hér má sjá þau hlunnindi sem starfsmönnum Garðabæjar bjóðast.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Að styðja einstaklinginn til sjálfstæðs lífs með valdeflandi stuðningi og aðstoð
  • Að sinna umönnun og vera vakandi yfir andlegri og líkamlegri líðan hans, aðstoða hann varðandi heilsufarslega þætti eftir þörfum hverju sinni
  • Aðstoða með öll almenn heimilisstörf
  • Vera félagslegur stuðningur
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði, skipulagshæfni, stundvísi og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Reynsla og kunnátta í aðstoð við fatlað fólk er æskileg
  • Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
  • Bílpróf er skilyrði
  • Aldurstakmark 20 ára
Auglýsing birt12. desember 2024
Umsóknarfrestur2. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Garðatorg 7, 210 Garðabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar