Nói Síríus
Nói Síríus
Nói Síríus

Inngildandi Verkstjóri

Vilt þú starfa með sætustu vörumerkjum landsins?

Hefur þú reynslu af því að leiða fjölbreytt teymi og stuðla að jöfnum tækifærum fyrir einstaklinga með skerta starfsorku? Hjá Nóa Síríus fögnum við fjölbreytileikanum og þess vegna leitum við að metnaðarfullum og traustum einstaklingi með ríka þjónustulund til að ganga til liðs við teymið okkar að Hesthálsi, Reykjavík. Sem inngildandi verkstjóri munt þú leiða og styðja hóp starfsmanna með skerta starfsorku í framleiðsluumhverfi og tryggja aðlögun þeirra, vöxt og vellíðan. Þú munt stuðla að vinnuumhverfi þar sem allir starfsmenn finna til virðingar og eru hvattir til að leggja sitt af mörkum.

Vinnutíminn er 8:00-16:15

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stjórna daglegum verkefnum með framleiðslustjóra og tryggja gæði
  • Veita stuðning, leiðbeiningar og eftirlit til starfsmanna með skerta starfsorku
  • Tryggja öruggt vinnuumhverfi í samvinnu við öryggis- og framleiðslustjóra
  • Stuðla að inngildandi vinnustaðarmenningu og hvetja til opinnar samskipta
  • Almenn framleiðslustörf
  • Greina styrkleika og veita sérsniðna þjálfun til að auka færni og sjálfstraust starfsmanna
  • Fylgjast með og meta frammistöðu starfsmanna og veita uppbyggilega endurgjöf
  • Sjá um sinn hóp og vera í samskiptum við viðeigandi tengilið hvers starfsmanns
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af starfi með starfsfólki með skerta starfsorku eða sambærilegu hlutverki æskilegt
  • Reynsla af framleiðslustörfum er kostur
  • Sterk leiðtogahæfni og hæfni til að hvetja og leiða teymi
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • Frábær samskiptahæfni og hæfni til að vinna með fjölbreyttum hópi fólks
  • Skilningur á mikilvægi inngildingar og fjölbreytileika á vinnustað
  • Lausnamiðuð hugsun og hæfni til að taka ákvarðanir hratt og örugglega
Fríðindi í starfi
  • Niðurgreiddur morgun- og hádegismatur
  • Íþróttastyrkur
  • Heilsufarsskoðun og velferðarþjónusta frá utanaðkomandi fagaðila
  • Ýmsir viðburðir á vegum fyrirtækisins
  • Virkt starfsmannafélag
  • Golfklúbbur
  • Píluklúbbur
  • Afsláttur af vörum fyrirtækisins
Auglýsing birt6. desember 2024
Umsóknarfrestur15. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hestháls 2-4, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar