Tannlæknastofa Grafarvogs
Tannlæknastofa Grafarvogs

Fjölbreytt og skemmtilegt starf

Á tannlæknastofunni starfa 2 tannlæknar og 6 tanntæknar eða aðstoðarmenn.

  1. Óskað er eftir starfsmanni aðra hvoru viku milli 8:15 til 16:00
  2. Óskað er eftir starfsmanni í 100 % starf frá 9-16.45 mánudaga -fimmtudaga, en styttri vinnutími föstudaga.

Stofan hefur mikið af viðskiptavinum úr Grafarvogi og nágrenni. Stofan er vinsæl af foreldrum ungra barna enda er lögð mikil áhersla á aðlögun og samvinnu við börn.

Allar almennar tannlækningar eru stundaðar á tannlæknastofunni.

Starfið er fjölbreytt og gefandi. Starfið felst í samskiptum við viðskiptavini, aðstoð og vinnu við tannlæknastól, sótthreinun og þrif áhalda, símasvörun, tímabókunum, afgreiðslu, innkaup og fleira.

Teymisvinna er við tannréttingar með Invisalign skinnum.

Tannlæknastofan er bæði með Facebook og Instagramsíðu þar sem hægt er að fá innsýn í dagleg störf okkar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Móttaka viðskiptavina, símavarsla, aðstoð og vinna við tannlæknastól, notkun á þrívíddarskanna, sótthreinsun, áfylling efna og áhalda og fleira.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Stundvísi, frumkvæði, metnaður í starfi, létt skap og vilji til að blanda geði við fólk, vera hvetjandi við börn og fullorðna.
  • Mjög góð íslenskukunnátta er skilyrði.
  • Bent er á unnt er að sækja um réttindi sem tanntæknir eftir 2 ára starf.
Auglýsing birt8. desember 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Hverafold 1-3 1R, 112 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Samskipti í símaPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.TóbakslausPathCreated with Sketch.VandvirkniPathCreated with Sketch.Veiplaus
Starfsgreinar
Starfsmerkingar