50% NPA staða - 3-4 dagar í mánuði
Ertu peppuð, sveigjanleg og opinhuga manneskja í atvinnuleit?
Þá er ég að leita að þér!
Ég er að leita að NPA aðstoðarkonu/m í hlutastarf.
Ég er hreyfihömluð kona á fertugsaldri, búsett í Hafnarfirði með syni mínum og maka. Ég er doktorsnemi og starfa fyrir baráttusamtök fatlaðra kvenna og kvàr.
Ég þarf aðstoð við flest allt sem fylgir því að vera manneskja og taka virkan þátt í samfélaginu. Ég þarf m.a. aðstoð við persónulegt hreinlæti, heimilisstörf, eldamennsku og við að komast á milli staða.
Starfið er kjörið meðfram námi eða öðrum verkefnum þar sem um lengri og færri vaktir á mánuði er um að ræða, en hefðbundið er. Þ.e. sólarhringsvaktir sem fela í sér sofandi næturvaktir.
Umsækjendur þurfa að hafa bílpróf, tala íslensku eða ensku, vera sveigjanlegir, tilbúnir í góða samvinnu og opnir fyrir nýrri reynslu. Einnig að vera reyk- og rafrettulaus og með hreint sakavottorð.
Starfið er laust strax og starfshlutfall er u.þ.b. 50% eða í kringum 3-4 sólarhringsvaktir á mánuði.
Þjálfun þarf að hefjast sem fyrst