Heimaþjónusta - Sóltún Heima
Langar þig til að starfa í fjölbreyttu og gefandi starfsumhverfi og um leið auðga líf fólks? Sóltún Heima leita að starfsfólki með hjartað á réttum stað.
Við leitum að almennu starfsfólki sem hefur áhuga á samskiptum við fólk og eru tilbúin að takast á við fjölbreytt og skemmtileg verkefni. Reynsla af umönnun og áhugi á hreyfingu er kostur en ekki nauðsynleg. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 2.janúar og er um framtíðarstarf að ræða.
Í boði er fullt starf í dagvinnu og erum við með styttingu vinnuvikunnar.
Starfsstöð okkar er á Sólvangi í Hafnarfirði og lögð er áhersla á góðan starfsanda.
Viðkomandi þarf að vera eldri en 18 ára, tala góða íslensku og með bílpróf.
- Aðstoð við persónulegar þarfir
- Veita félagsskap
- Aðstoða við innkaup
- Létt heimilisstörf
- Fara á kaffihús eða í bíltur
- Færni í mannlegum samskiptum
- Stundvísi
- Jákvæðni
- Góð íslenskukunnátta
- Bílpróf
veitir Sigrún Sæmundsdóttir, deildarstjóri, í gegnum netfangið sigrunsae@soltun.is