VISS óskar eftir að ráða matráð
VISS, vinnu og hæfingarstöð á Selfossi óskar eftir að ráða matráð í tímabundna stöðu í 1. ár frá 15 janúar 2025, um er að ræða 100% stöðu.
VISS er vinnustaður sem veitir vinnu og virkni úræði fyrir fólk með skerta starfsgetu.
Markmiðið með starfinu er að tryggja fötluðu fólki jafnrétti og sambærileg lífskjör á við aðra. VISS vinnur eftir hugmyndafræðinni, þjónandi leiðsögn og sjálfstætt líf.
Á VISS er unnið samkvæmt lögum 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 auk tengdra reglugerða.
Matráður VISS sér um rekstur mötuneytis þar sem eldaður er hádegismatur frá grunni fyrir 30 til 40 manns, sér um morgun og síðdegishressingu. Leiðbeinir fötluðum starfsmönnum sem eru að aðstoða í eldhúsinu ásamt því að taka þátt í almennu starfi á vinnustaðnum. Matráður vinnur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr.7/ 1998.
Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.
- Að elda hádegismat og hafa til morgun og síðdegishressingu
- Heldur utan um þrif og verkferla í mötuneytinu samkvæmt lögum um hollustu hætti
- Sér um gerð matseðla fyrir hvern mánuð þar sem hollusta er í fyrirrúmi í samráð við forstöðumann.
- Sér um innkaup fyrir mötuneytið þar sem hagkvæmi er höfð að leiðarljósi.
- Ber ábyrgð á að fatlaðir starfsmenn í eldhúsi fái leiðbeiningar og stuðning við störf sín.
- Efla og styðja sjálfstæði starfsmanns til virkni í starfi.
- Skipuleggja og forgangsraða störfum sínum í samráði við viðkomandi yfirmenn
- Menntun sem nýtist í starfi og ánægja af matargerð
- Reynslu af starfi með fötluðu fólki er kostur
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Jákvæðni og góð þjónustulund
- Skipulagshæfileikar
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
- Almenn tölvu kunnátta er kostur