Borgarbyggð
Borgarbyggð
Borgarbyggð

Matráður við Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri

Um er að ræða 80% stöðu við Hvanneyrardeild Grunnskóli Borgarfjarðar. Á Hvanneyri eru um 35 nemendur í 1.-5. bekk en Grunnskóli Borgarfjarðar er skóli á þremur starfsstöðvum. Á Kleppjárnsreykjum eru um 105 nemendur í 1.-10. bekk og á Varmalandi eru um 35 nemendur í 1.-4. bekk.

Matráður tekur þátt í því uppeldisstarfi sem fram fer í skólanum með áherslu á vellíðan nemenda. Hann ber ábyrgð á rekstri mötuneytis skólans og að kostnaður við rekstur mötuneytis sé í samræmi við fjárhagsáætlun í samvinnu við skólastjóra. Ber ábyrgð á að umgengni og öryggi í mötuneyti sé í samræmi við lög og reglur.

Helstu verkefni og ábyrgð

·        Sér um matreiðslu, undirbúning og frágang matvæla

·        Sér um að næringargildi fæðunnar sé í samræmi við manneldismarkmið

·        Gerir matseðla og sér um kynningu á þeim

·        Sér um innkaup á matvælum og annarri rekstrarvöru fyrir mötuneyti

·        Hefur eftirlit með tækjum og búnaði í mötuneyti

·        Þrif og hreingerning í mötuneyti

·        Verkstjórn í mötuneyti skv. nánari ákvörðun skólastjóra

Menntunar- og hæfniskröfur

Menntun og reynsla sem nýtist í starfi er kostur.

Skipulagshæfni, snyrtimennska og sjálfstæði í vinnubrögðum.

Hæfni í mannlegum samskipum og frumkvæði í starfi.

Stundvísi og áreiðanleiki.

Auglýsing birt6. desember 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Digranesgata 2, 310 Borgarnes
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar