Sérfræðingur í BC ráðgjöf/hugbúnaðargerð
Onnio er þjónustu- og hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í lausnum fyrir fyrirtæki á smásölu- og heildsölumarkaði. Við bjóðum upp á heildstætt vöruframboð og vinnum með mörgum af öflugustu samstarfsaðilum sem völ er á. Við þjónustum viðskiptavini af öllum stærðum og gerðum, allt frá kaupmanninum á horninu upp í stærstu fyrirtæki á smásölumarkaði hér á landi.
Bakbeinið í okkar þjónustu snýr að sérþekkingu á LS Central og Business Central. Við leitum því að reyndum ráðgjafa og/eða forritara með haldbæra þekkingu á ERP kerfum, sterkan tæknilegan grunn og sterka þjónustu- og samskiptafærni.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Klæðskerasniðin þjónusta og ráðgjöf við viðskiptavini
- Greiningar, hönnun og þróun viðskiptaferla og kerfislegar útfærslur á þeim
- Útfærsla á samþættingum
- Innleiðingar á viðskipta- og retail kerfum fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina
- Þróun á nýjum lausnum í þéttu samstarfi við viðskiptavini
Hæfnikröfur
- Haldbær reynsla af fjárhags- og viðskiptakerfum (ERP), bein þekking á Business Central og/eða LS Central er kostur
- Færni til að veita frammúrskarandi þjónustu og mæta viðskiptavinum með lausnamiðuðu viðhorfi
- Reynsla og færni í AL forritun er kostur
- Reynsla af því að vinna innan smásölu- eða heildsölugeirans er mikill kostur
Onnio hefur vaxið hratt á síðustu árum og þjónustar mörg sterkustu smásölufélög á Íslandi. Við setjum markið hátt og veitum þjónustu sem eftir er tekið.
Ef hlutverk hjá okkur vekur áhuga þinn viljum við gjarnan heyra frá þér.
Umsóknir óskast ásamt ferilskrá. Umsóknar frestur er til og með 5. janúar nk.
Nánari upplýsingar veita:
Kristján Pétur Sæmundsson, Brú Talent, kristjan@bru-talent.is
Daði Snær Skúlason, framkvæmdastjóri, dadi@onnio.is