Motus
Motus er leiðandi fyrirtæki á sviði kröfustjórnunar og innheimtu fyrir fyrirtæki, sveitarfélög, lífeyrissjóði og opinbera aðila. Við leitumst stöðugt við að finna nýjar leiðir til að besta kröfustýringu og lítum á hana sem ómissandi þátt í vexti og viðgangi fyrirtækja. Okkar leiðarljós er að stuðla að hreyfingu fjármagns með skilvirkni að leiðarljósi.
Hjá Motus starfa um 100 sérfræðingar á fjölmörgum sviðum um allt land sem leggja sig fram við að starfa af heilindum og fagmennsku. Við bjóðum upp á gott vinnuumhverfi með áhugaverðum verkefnum þar sem starfsfólk fær tækifæri til að vaxa í starfi.
Hugbúnaðarsérfræðingur / Senior Software Developer
Við leitum að öflugum hugbúnaðarsérfræðingi í þróunarteymið okkar. Við trúum á metnaðarfull og öflug teymi og keyrum Scrum aðferðafræði í góðri samvinnu við vörustýringarsvið fyrirtækisins. Starfið hentar þeim sem hefur brennandi áhuga á hugbúnaðargerð og leggur áherslu á nýjustu tækni, teymisvinnu og vönduð vinnubrögð.
Motus er á spennandi vegferð sem miðar að því að finna nýjar leiðir til að styrkja gæði kröfustýringar, og hún haldi áfram að vera ómissandi þáttur í vexti og viðgangi fyrirtækja á landinu öllu. Hlutverk Motus er að koma fjármagni á hreyfingu á hagkvæman, nútímalegan og aðgengilegan hátt. Við beitum til þess nýjustu tækni og sérþekkingu og leitum stöðugt bestu lausna í þágu viðskiptavina og samfélags.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Greining, hönnun og þróun hugbúnaðar í öflugu scrum teymi
- Leiðandi hlutverk í skilgreiningu og gerð tæknistefnu fyrirtækisins
- Samþætting kerfa
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði tölvunarfræði, verkfræði eða tengdum greinum
- Tæknistakkur: .Net Core, C#, Azure, SQL Server, Kubernetes, Kafka, GitHub, React
- Þekking og reynsla af Event Driven Architecture, Microservices, Elastic Search, Azure, Docker kostur
- Að lágmarki 8-10 ára reynsla í hugbúnaðarþróun
- Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni, frumkvæði og þjónustulund
- Hæfni til að starfa sjálfstætt og í hóp
- Skipulögð og öguð vinnubrögð
Auglýsing birt17. desember 2024
Umsóknarfrestur5. janúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Enska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Katrínartún 4, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
SCRUMTeymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Azure DevOps Engineer
APRÓ
Data Engineer
APRÓ
Viðskiptastjóri Sensa
Sensa ehf.
Leiðtogi upplýsingatækni
Mosfellsbær
Tæknimaður með netkunnáttu
Örugg afritun ehf.
Leiðandi forritari / Lead programmer
Careflux ehf.
Ert þú kerfisstjóri sem knýr framtíðina?
Landsnet hf.
Ert þú með sérþekkingu í Microsoft 365 lausnum?
Landspítali
Hugbúnaðarsérfræðingur - Business Central
Hagar
Bakendaforritari
Hagar
GreenFish Developer
GreenFish
Tæknilegur vörustjóri F&O
Orkuveitan