Sensa ehf.
Sensa er alþjóðlegt þjónustufyrirtæki með starfsstöðvar í tólf löndum sem sérhæfir sig í fjölbreyttum lausnum í upplýsingatækni. Hjá Sensa starfar reynslumikill hópur sérfræðinga með hátt þekkingarstig.
Við bjóðum upp á sveigjanlegt vinnuumhverfi þar sem reynt er að koma til móts við þarfir hvers og eins eftir bestu getu.
Markmið Sensa er að vera ávallt í fararbroddi þar sem sterk liðsheild, hátt þekkingarstig og verðmæt viðskiptasambönd spila stórt hlutverk. Áhersla er lögð á að starfsfólk styrki sig í þekkingu og menntun með ýmsu móti og geti vaxið á eigin forsendum.
Eigandi Sensa er norska fyrirtækið Crayon sem starfar í 46 löndum. Crayon býður ýmsar lausnir í upplýsingatækni og er Sensa virkur þátttakandi í þróun þeirra lausna og í þjónustu við fyrirtæki á alþjóðavettvangi.
Viðskiptastjóri Sensa
Sensa leitar að kraftmiklum og drífandi sérfræðing sem er til í að byggja upp og leiða traust viðskiptavinasambönd Sensa til árangurs.
Hlutverkið kallar á mikil mannleg samskipti og gott samstarf við samstarfsfólk og viðskiptavini.
Ef þú ert lausnamiðaður einstaklingur sem hefur brennandi áhuga á upplýsingatækni, hefur góða samskipta- og skipulagshæfni og vilt hafa góða yfirsýn á verkefnum þá er þetta frábært tækifæri fyrir þig.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Viðskiptastýring, ráðgjöf og árangursstjórnun viðskiptavina
- Byggja upp og leiða traust viðskiptavinasambönd til árangurs
- Dagleg samskipti við viðskiptavini og birgja
- Sýna frumkvæði, leita lausna og leiða verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla og þekking í upplýsingatækni (rekstur, hýsing, skýjaþjónusta)
- Góð samskipta- og skipulagshæfni
- Metnaður og agi fyrir starfi, sjálfstæð og vönduð vinnubrögð
- Brennandi áhugi á upplýsingatækni og stafrænni umbreytingu
- Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur
Fríðindi í starfi
- Samgöngustyrkur fyrir þá sem kjósa annan ferðamáta en einkabílinn
- Íþróttastyrkur
- Hjólageymsla, líkamsræktar- og sturtuaðstaða
- Fyrsta flokks mötuneyti
- Sveigjanlegur vinnutími og möguleikar á fjarvinnu
Auglýsing birt16. desember 2024
Umsóknarfrestur3. janúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Staðsetning
Lyngháls 4, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)
Azure DevOps Engineer
APRÓ
Data Engineer
APRÓ
BIRTINGARÁÐGJAFI / Hér&Nú birtingar
Hér&Nú
Söluráðgjafi í fatadeild í Fagmannaverslun
Húsasmiðjan
Hlutastarfsmaður í Augað gleraugnaverslun
Augað gleraugnaverslun
Viðskiptastjóri í markaðsdeild
Bláa Lónið
Útstillingahönnuður H&M
H&M
Jákvæður og drífandi söluráðgjafi
Set ehf. |
Hugbúnaðarsérfræðingur / Senior Software Developer
Motus
Leiðtogi upplýsingatækni
Mosfellsbær
Tæknimaður með netkunnáttu
Örugg afritun ehf.
Sölumaður óskast
Rafstilling Reki ehf.