Sensa ehf.
Sensa ehf.
Sensa ehf.

Sérfræðingur á fjármálasviði – laun og bókhald

Sensa óskar eftir að ráða öflugan einstakling með reynslu og þekkingu af launavinnslu. Viðkomandi staða er hluti af fjármálateymi Sensa.

Við leitum að nákvæmum og talnaglöggum einstaklingi sem á auðvelt með samskipti.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Almenn launavinnsla, eftirlit með launaskráningu og útborgun launa
  • Rýni og frágangur á gögnum tengdum launavinnslu
  • Umsjón og eftirlit með tímaskráningu, halda utan um frídaga, veikindaleyfi og fæðingarorlofsdaga 
  • Skýrslugerð og skil vegna launa til lífeyrissjóða, stéttarfélaga og skattayfirvalda
  • Veita upplýsingar um laun, réttindi og skyldur 
  • Ábyrgð og umsjón með jafnlaunakerfi Sensa 
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af launavinnslu og launamálum nauðsynleg
  • Þekking og reynsla af launakerfum, tímaskráningarkerfum og bakvinnslu 
  • Reynsla og þekking á færslu bókhalds
  • Sjálfstæði og áreiðanleiki
  • Rík þjónustulund og jákvætt viðmót
  • Góð íslensku- og enskukunnátta  
Fríðindi í starfi
  • Samgöngustyrkur fyrir þá sem kjósa annan ferðamáta en einkabílinn 
  • Íþróttastyrkur 
  • Hjólageymsla, líkamsræktar- og sturtuaðstaða 
  • Fyrsta flokks mötuneyti
  • Sveigjanlegur vinnutími og möguleikar á fjarvinnu  
Auglýsing birt17. desember 2024
Umsóknarfrestur3. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Lyngháls 4, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar