Borgarleikhúsið
Borgarleikhúsið

Bókari 50% starf

Borgarleikhúsið óskar eftir að ráða bókara í 50% starfshlutfall í fjölbreytt og krefjandi starf í lifandi og skemmtilegu umhverfi.

Leitað er að einstaklingi sem hefur góða þekkingu og reynslu af bókhaldi, á gott með að tileinka sér nýjungar og hefur farsælan samskiptaferil að baki.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg færsla bókhalds.
  • Afstemmingar og undirbúningur fyrir uppgjör.
  • Samskipti við ytri aðila.
  • Umsjón með skjalavörslu tilheyrandi bókhaldi.
  • Önnur verkefni í samráði við næsta yfirmann.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Haldgóð reynsla og þekking á bókhaldi.
  • Menntun sem nýtist í starfi.
  • Góð tölvukunnátta, reynsla og þekking á notkun bókhaldskerfa og excel, þekking á DK er kostur.
  • Tölugleggni, nákvæmni, sjálfstæði og ögun í vinnubrögðum.
  • Lipurð í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót.
  • Frumkvæði, drifkraftur og metnaður.
  • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti.
Auglýsing birt13. desember 2024
Umsóknarfrestur6. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Listabraut 3, 103 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar