Þjónustufulltrúi í fullt starf
Verifone þjónustar viðskiptavini um allan heim með greiðslulausnir og felur starfið í sér fjölbreytta þjónustu við fyrirtæki og einstaklinga sem nýta sér greiðslulausnir Verifone á Íslandi.
Þjónustuteymið er fyrsti tengiliður við viðskiptavini varðandi tæknilegar og almennar fyrirspurnir. Þjónustuteymið starfar náið með öðrum deildum við greiningu og úrlausn vandamála sem upp geta komið. Hjá Verifone á Íslandi starfa 15 manns og leggur Verifone metnað sinn í að skapa fjölbreytt og spennandi starfsumhverfi. Vinnutími er frá 9:00 til 17:00 alla virka daga, ásamt bakvakt fimmtu hverja viku með bakvaktarálagi ofan á grunnlaun.
• Þjónusta við viðskiptavini í síma og tölvupósti
• Móttaka pantana
• Umsjón með samningum og upplýsingum viðskiptavina
• Uppsetning og skil á posum og öðrum lausnum
• Greining vandamála með sérfræðingum
• Önnur tilfallandi verkefni
• Mjög góð teymisvinna og samskiptahæfni
• Sjálfstæð vinnubrögð
• Góð samskiptafærni bæði í síma og tölvupósti
• Ábyrgð og eftirfylgni mála
• Hæfni til að læra hratt og aðlagast breytingum
• Tækniþekking er kostur
• Þekking á greiðslumiðlun er kostur
• Bílpróf
• Æskilegt að viðkomandi geti byrjað sem fyrst
• Niðurgreiddur hádegismatur
• Styrkur fyrir símanotkun
• Líkamsræktarstyrkur