Bláa Lónið
Bláa Lónið
Bláa Lónið

Viðskiptastjóri í markaðsdeild

Bláa Lónið leitar að öflugum aðila í stöðu viðskiptstjóra. Starfið tilheyrir markaðsdeild Bláa Lónsins hf. en deildin ber ábyrgð á markaðssetningu allra vörumerkja fyrirtækisins. Viðkomandi mun vera hluti af samheldnu teymi sérfræðinga sem gegna ólíkum hlutverkum og vinnur ötullega að því að markaðssetja vörur og þjónustu félagsins um allan heim.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Hafa umsjón með og stýra öllum markaðsverkefnum fyrir The Retreat
  • Tryggja samfellu efnis úti á markaði.
  • Útbúa og fylgjast með kostnaðaráætlunum.
  • Skipuleggja og taka þátt í viðburðum, framleiðslu og öðrum verkefnum.
  • Skýrslugerð og greiningar um aðgerðir og árangur.
  • Náið samstarf við starfsfólk The Retreat, söludeild og aðra viðskiptastjóra til þess að tryggja samfellu í herferðum og verkefnum.
  • Stuðla að jákvæðum og skilvirkum samskiptum.
  • Önnur tilfallandi verkefni deildar samkvæmt fyrirmælum forstöðumanns.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi eða sambærileg starfsreynsla.
  • Að lágmarki þriggja ára reynsla af markaðssamskiptum eða almannatengslum.
  • Mjög góð samskiptahæfni, sveigjanleiki og þjónustulund.
  • Strategísk hugsun og mikil skipulagshæfni.
  • Frumkvæði, jákvæðni og góð samvinna.
  • Gott auga fyrir smáatriðum.
  • Þekking á lúxusmarkaði er mikill kostur.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.
  • Hæfni til að vinna vel í síkviku umhverfi.
  • Vilji til að ferðast vegna vinnu.
Auglýsing birt18. desember 2024
Umsóknarfrestur5. janúar 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Urriðaholtsstræti 2-4, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar