Bláa Lónið
Bláa Lónið er fjölbreyttur, spennandi en umfram allt skemmtilegur vinnustaður. Hjá okkur starfar fólk á öllum aldri, af ólíkum uppruna og í ólíkum störfum. Draumastarfið þitt gæti verið handan við hornið.
Undirstaðan í öllu því sem við gerum er að skapa góðar minningar fyrir gesti okkar. Það gerum við með því að hafa gleði og umhyggju að leiðarljósi, ásamt því að bera virðingu fyrir gestum okkar og hvert öðru.
Ánægja starfsmanna og ánægja gesta er samofin. Við leggjum okkur fram við að skapa góðan starfsanda og viðhorfskannanir staðfesta mikla starfsánægju. Við viljum að þér líði vel í vinnunni. Hjá okkur starfa fremstu matreiðslumenn landsins og starfsmenn fá að að njóta þess í fyrsta flokks mötuneyti. Það verður enginn svangur í vinnunni hjá Bláa Lóninu.
Við vinnum með fólki og fyrirtækjum af ólíkum toga. Starfsmenn njóta þessara tengsla. Sem dæmi má nefna kort í líkamsrækt, afslættir af ýmis konar vörum, þjónustu og afþreyingu.
Við ræktum félagslífið með skipulögðum hittingum utan vinnutíma. Við skemmtum okkur, ýmist öll saman eða innan einstakra sviða og deilda. Við erum stærri en þú kannski heldur. Hjá okkur starfa tæplega 700 manns með fjölbreyttan bakgrunn og reynslu. Við erum ólík, en lærum af hvort öðru. Saman myndum við öfluga heild.
Umsjónarhönnuður
Bláa Lónið leitar að öflugum umsjónarhönnuði í fjölbreytt starf í markaðsdeild Bláa Lónsins. Deildin ber ábyrgð á markaðssetningu allra vörumerkja fyrirtækisins. Viðkomandi mun vera hluti af samheldnu teymi sérfræðinga sem gegna ólíkum hlutverkum og vinnur ötullega að því að markaðssetja vörur og þjónustu félagsins um allan heim.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Tryggja samfellu efnis úti á markaði fyrir vörumerki Bláa Lónsins.
- Hugmyndavinna og stefnumótun í samvinnu við teymi.
- Umsjón með útfærslu hugmynda fyrir herferðir þvert á vörumerki félagsins.
- Hönnun og framleiðsla efnis fyrir herferðir sem birtast á fjölbreyttum miðlum.
- Hönnun og framleiðsla efnis fyrir smásölu, vörur, upplifunarsvæði og innanhússmiðla.
- Önnur tilfallandi verkefni deildar samkvæmt fyrirmælum forstöðumanns.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun eða yfirgripsmikil reynsla sem nýtist í starfi.
- Æskilegt að viðkomandi hafi reynslu sem umsjónarhönnuður.
- Mjög mikil kunnáta á hönnunarforrit.
- Mjög góð samskiptahæfni, sveigjanleiki og þjónustulund.
- Frumkvæði, jákvæðni og góð samvinna.
- Gott auga fyrir smáatriðum.
- Hæfni til að vinna vel í síkviku umhverfi.
Auglýsing birt18. desember 2024
Umsóknarfrestur5. janúar 2025
Tungumálahæfni
Enska
Mjög góðNauðsyn
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Urriðaholtsstræti 2-4, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiJákvæðniMannleg samskiptiSveigjanleikiÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)
BIRTINGARÁÐGJAFI / Hér&Nú birtingar
Hér&Nú
Grafískur hönnuður
Bláa Lónið
Digital Product Manager
CCP Games
Sérfræðingur í rekstri og fjármálum
Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra
Viðskiptastjóri í markaðsdeild
Bláa Lónið
Fjármála- og skrifstofustjóri
LEX Lögmannsstofa
Ferðaþjónusta - Skrifstofustarf
Snæland Grímsson ehf.
Viðskiptafræðingur - Bókari
&Pálsson
Bókari 50% starf
Borgarleikhúsið
Sérfræðingur í rekstri samninga
Veitur
Marketing and Growth Specialist 📢
HEIMA Software ehf.
Tæknilegur vörustjóri F&O
Orkuveitan