Reyndur bakenda- eða full-stack vef-forritari
Overcast er að stækka og við leitum að næsta starfsmanni í öflugt þróunarteymi fyrirtækisins.
Meðal verkefna eru hugbúnaðararkítektúr og forritun í Python, uppsetning og forritun tenginga við ytri kerfi, framendaforritun í ReactJS, auk samskipta við viðskiptavini eftir þörfum.
Við erum öll sjálfstæð í vinnubrögðum og lærum hvert af öðru. Deilum hugmyndum og hjálpumst að við greiningu vandamála og lausn verkefna.
Við erum að leita eftir nákvæmni í vinnubrögðum, slatta af þolinmæði, útsjónarsemi í stórum skömmtum og viljanum til að læra nýja hluti.
Sem forritari hjá okkur færðu tækifæri til að takast á við fjölbreytt verkefni í forritun í Python og ReactJS. Þú vinnur með verkefnastjóra og öðrum hæfileikaríkum einstaklingum við lausnir á flóknum tæknilegum verkefnum, bæði sjálfstætt og í teymi.
- BSc / MSc í tölvunarfræði eða verkfræði
- 3ja ára (eða meira) reynsla í vefhugbúnaðargerð eða tengdum bakenda verkefnum
- Þekking á Python og ReactJS
- Þekking á Django og WagtailCMS er kostur
- Þekking á gagnagrunnum er kostur
- Reynsla af því að skrifa góðan kóða fyrir álagsmikil kerfi
- 30 daga sumarfrí
- Sveigjanlegur vinnutími
- Framúrskarandi starfsumhverfi
- Fjölskylduvænn vinnustaður
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Drykkir og möns á „barnum“
- Heilsuræktarstyrkur