Akraneskaupstaður
Akraneskaupstaður
Akraneskaupstaður

Stuðningsþjónusta barna 0-18 ára

Starfsfólk óskast í stuðningsþjónustu (liðveislu) við börn og ungmenni. Um er að ræða störf í tímavinnu á sveigjanlegum vinnutíma. Helstu markmið stuðningsþjónustu er að efla félagslega þátttöku, stuðla að aukinni félagslegri virkni eða aðstoða við almenna tómstundaiðkun.

Viðkomandi þarf að vera 18 ára eða eldri. Reynsla sem gæti nýst í starfi æskileg. Starfsfólk í stuðningsþjónustu vinnur gjarnan sjálfstætt en hefur stuðning verkefnastjóra farsæls frístundastarfs og ráðgjafaþroskaþjálfa eftir þörfum. Bílpróf ekki nauðsynlegt.

Vinnutíminn er oftast nær seinnipart dags og/eða um helgar. Starfið gæti því hentað vel með námi eða annarri vinnu. Einnig er leitast eftir starfsfólki sem getur unnið á bilinu milli kl. 14 og 18 á virkum dögum til þess að sinna stuðningi í tómstundastarfi barna.

Laun samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga annars vegar við Verkalýðsfélag Akraness eða Sameyki hinsvegar.

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Sturlaugsdóttir, duna@akranes.is, verkefnastjóri farsæls frístundastarfs.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Efla félagslega þátttöku barna og stuðla að aukinni félagslegri virkni. 
  • Aðstoða við almenna tómstundaiðkun ef þess er óskað. 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og leikni við að bregðast við óvæntum aðstæðum.
  • Frumkvæði og sveigjanleiki.
  • Jákvæðni í starfi og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Hreint sakavottorð.
  • Æskilegt er að viðkomandi tali og skilji íslensku og/eða ensku. 
Auglýsing birt2. janúar 2025
Umsóknarfrestur19. janúar 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Umönnun (barna/aldraðra/fatlaðra)PathCreated with Sketch.Þolinmæði
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar