Beautybox
Beautybox er metnaðarfull snyrtivöruverslun og netverslun sem leggur ríka áherslu á persónulega og góða þjónustu.
Sniðugur snyrtivöruráðgjafi í Beautybox- fullt starf og hlut
Við leitum að öflugum söluaðilum með ríka þjónustulund og brennandi áhuga á snyrtivörum til þess að þjónusta viðskiptavini í verslun og netverslun.
Við erum bæði að leita af starfskrafti í fullt starf, vinnutími 9-17 virka daga og möguleiki á föstum eða auka laugardögum 11-16.
Og hlutastarfsmönnum til að vinna laugardaga 11-16 með möguleika á aukavinnu - langar opnanir, námskeið og fleira.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þjónusta og ráðgjöf til viðskiptavina í verslun og netverslun.
- Leiðbeina viðskiptavinum um val á réttum snyrtivörunum og sýna viðskiptavinum hvernig vörur eru notaðar.
- Förðunar og húðumhirðu ráðgjöf til viðskiptavina.
- Pökkun netpantana.
- Almenn verslunarstörf.
- Setja inn vörur í netverslun og önnur tölvuvinna.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Söluhæfileikar, mikil þjónustulund og fagleg framkoma.
- Sniðugur á samfélagsmiðlum er kostur.
- Grunnhæfni í tölvum.
- Brennandi áhugi á snyrtivörum.
- Reynsla af verslunar og þjónustustarfi er kostur.
- Förðunar eða snyrtifræðumentun er kostur – eða mjög mikill áhugi á snyrtivörum og þekking. Starfsmenn fara í gegnum þjálfunarferli og fá kynningu á vörumerkjum og vörum en góður grunnur og skilningur er nauðsynlegur.
- Góð íslensku og enskukunnátta.
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
- Við hvetjum öll kyn og allan aldur til að sækja um.
Fríðindi í starfi
- Starfsmenn fá reglulega snyrtivörugjafir því mikilvægt er að prófa vörur til þess að vita hvernig á að selja þær.
Auglýsing birt5. janúar 2025
Umsóknarfrestur20. janúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Síðumúli 22, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FörðunFrumkvæðiSjálfstæð vinnubrögðSölumennskaÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Þjónustufulltrúi í verkstæðismóttöku - við erum að vaxa
ÍSBAND verkstæði og varahlutir
Vestmannaeyjar - tímavinna
Vínbúðin
Starfsmenn óskast
Íshestar
Markaðsfulltrúi
Söluskrifstofa Keahótela
Leikskólinn Sólbrekka - mötuneyti
Skólamatur
Starfsmaður á Lager
RMK ehf
Farangursþjónusta á Keflavíkurflugvelli
Icelandair
Saga Biðstofa - Saga Lounge
Icelandair
Vöruhús - Warehouse
Icelandair
Aircraft Services - Hlaðdeild
Icelandair
Heildverslun í Hafnarfirði - Sölufulltrúi.
Danco
Verslunarstarf á Ísafirði
Penninn Eymundsson