Háskóli Íslands
Háskóli Íslands
Háskóli Íslands

Verkefnisstjóri á styrkjastofu Vísinda- og nýsköpunarsviðs

Laust er til umsóknar fullt starf verkefnastjóra á styrkjaskrifstofu Vísinda- og nýsköpunarsviðs Háskóla Íslands. Styrkjaskrifstofa sinnir stuðningi við erlend rannsóknaverkefni, m.a. með ráðgjöf og eftirliti með samningum og fjármálum alþjóðlegra rannsóknarverkefna Háskóla Íslands og veita stuðning við skimun tækifæra og gerð umsókna.

Verkefnastjórinn hefur aðsetur á Vísinda- og nýsköpunarsviði í Aðalbyggingu Háskóla Íslands og vinnur undir stjórn sviðsstjóra. Viðkomandi vinnur náið með fjármálasviði, rannsóknastjórum fræðasviða Háskólans og stoðþjónustu rannsókna á fræðasviðum. Starfið felur jafnframt í sér samstarf við rannsakendur við Háskóla Íslands sem og samstarfsaðila í alþjóðlegum rannsóknaverkefnum og styrkveitendur. Markmið starfsins er að efla rannsóknir og vísindastarf við Háskóla Íslands með því að veita faglegan almennan stuðning, aðstoð og ráðgjöf.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Yfirlestur og gerð styrk- og samstarfssamninga og annarra samninga sem tengjast erlendu rannsóknasamstarfi verkefna innan HÍ
  • Tryggja að farið sé að reglum styrkveitanda varðandi fjármál og önnur atriði sem tilgreind eru í styrk- og samstarfssamningum
  • Taka þátt í að móta stefnu Háskóla Íslands um stoðþjónustu rannsókna og nýsköpunar í samræmi við bestu viðmið erlendis
  • Koma á framfæri upplýsingum um stefnur, tækifæri og áskoranir í alþjóðlegu rannsóknasamstarfi
  • Aðstoða vísindafólk Háskóla Íslands við að finna styrktækifæri og þróa rannsóknahugmyndir um alþjóðleg rannsóknaverkefni t.d. innan rammaáætlana ESB í samstarfi við rannsóknastjóra fræðasviða Háskólans
  • Þátttaka í vinnuhópum og/eða teymisvinnu tengdum styrkjaumhverfi. 
  • Taka þátt í fjárhagslegu uppgjöri og daglegu utanumhaldi fjármála í rannsóknaverkefnum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Meistaragráða sem nýtist í starfi
  • Reynsla af þátttöku í alþjóðlegum verkefnum á sviði rannsókna og nýsköpunar og/eða umsóknaskrifum og utanumhaldi alþjóðlegra verkefna er kostur
  • Þekking á styrkjakerfi rannsókna og nýsköpunar og helstu alþjóðlegu rannsóknasjóðum (H2020, Horizon Europe, Nordforsk, NIH, EEA Grants,  o.s.frv.) er kostur
  • Reynsla af yfirlestri af erlendum samningum er kostur
  • Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í ræðu og riti. 
  • Gott vald á upplýsingatækni, s.s. Microsoft 365 umhverfi og hæfni til að tileinka sér nýjungar á því sviði
  • Samstarfshæfni, nákvæmni, útsjónarsemi og sjálfstæði í vinnubrögðum
Auglýsing birt2. janúar 2025
Umsóknarfrestur16. janúar 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Sæmundargata 2, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar