Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS)
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS)
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS)

Verkefnastjóri gæðamála

Viltu taka þátt í uppbyggingu stofnunarinnar?

Við leitum að metnaðarfullum og jákvæðum einstaklingi í starf Verkefnastjóra gæðamála. Um er að ræða 80% starf í dagvinnu.

Verkefnastjóri vinnur í nánu samstarfi við forstjóra og gæðastjóra að gæða- og öryggismálum á HSS. Hann framfylgir gæðastefnu HSS og stefnu HSS til ársins 2030. Byggt er á stefnuáherslum um þjónustu, öryggismenningu og stöðugar umbætur.

Á HSS er lögð áhersla á góða samvinnu, stuttar boðleiðir og góðan starfsanda.

Helstu verkefni og ábyrgð

Verkefnastjóri vinnur náið með gæðastjóra, stjórnendum og gæðavörðum að uppbyggingu öryggis og gæða í þjónustunni. Vinnur að verkefnum sem tengjast gæðahandbók HSS. Aðstoðar við greiningu og úrvinnslu gagna við atvikaskráningar. Aðstoðar við gerð þjónustukannana og tekur þátt í innri úttektum á HSS og önnur tilfallandi verkefni sem forstjóri og/eða gæðastjóri fela viðkomandi.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Heilbrigðismenntun á háskólastigi sem nýtist i starfi
  • Reynsla og þekking á verkefnastjórnun
  • Yfirgripsmikil þekking á gæðamálum í heilbrigðisþjónustu 
  • Mjög góð samskiptahæfni og geta til að vinna í þverfaglegum teymum
  • Fagmennska, umhyggja og virðing í samskiptum
  • Sjálfstæði og sveigjanleiki í starfi
  • Góð íslenska í ræðu og riti er skilyrði
Auglýsing birt12. desember 2024
Umsóknarfrestur6. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Skólavegur 6, 230 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Innleiðing ferlaPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Umsýsla gæðakerfa
Starfsgreinar
Starfsmerkingar