Verkefnastjóri gæðamála
Viltu taka þátt í uppbyggingu stofnunarinnar?
Við leitum að metnaðarfullum og jákvæðum einstaklingi í starf Verkefnastjóra gæðamála. Um er að ræða 80% starf í dagvinnu.
Verkefnastjóri vinnur í nánu samstarfi við forstjóra og gæðastjóra að gæða- og öryggismálum á HSS. Hann framfylgir gæðastefnu HSS og stefnu HSS til ársins 2030. Byggt er á stefnuáherslum um þjónustu, öryggismenningu og stöðugar umbætur.
Á HSS er lögð áhersla á góða samvinnu, stuttar boðleiðir og góðan starfsanda.
Verkefnastjóri vinnur náið með gæðastjóra, stjórnendum og gæðavörðum að uppbyggingu öryggis og gæða í þjónustunni. Vinnur að verkefnum sem tengjast gæðahandbók HSS. Aðstoðar við greiningu og úrvinnslu gagna við atvikaskráningar. Aðstoðar við gerð þjónustukannana og tekur þátt í innri úttektum á HSS og önnur tilfallandi verkefni sem forstjóri og/eða gæðastjóri fela viðkomandi.
- Heilbrigðismenntun á háskólastigi sem nýtist i starfi
- Reynsla og þekking á verkefnastjórnun
- Yfirgripsmikil þekking á gæðamálum í heilbrigðisþjónustu
- Mjög góð samskiptahæfni og geta til að vinna í þverfaglegum teymum
- Fagmennska, umhyggja og virðing í samskiptum
- Sjálfstæði og sveigjanleiki í starfi
- Góð íslenska í ræðu og riti er skilyrði