Verkefnastjóri birgða
Lyf og heilsa leitar að öflugum einstakling til að stýra birgðatengdum verkefnum fyrirtækisins.
Við leitumst eftir jákvæðum, skipulögðum og metnaðarfullum liðsfélaga með framúrskarandi samskiptahæfni.
Verkefnastjóri birgða vinnur að fjölbreyttum verkefnum á sölu- og markaðssviði fyrirtækisins undir stjórn markaðs- og sölustjóra. Meginverksvið eru miðlægar pantanir og talningar vörubirgða í samráði við birgðastjóra.
Gott ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst.
Almennt ábyrgðarsvið og helstu verkefni:
• Þátttaka í miðlægum pöntunum fyrir verslanir.
• Umsjón með talningum í verslunum.
• Eftirlit með birgðum og rýrnun verslana ásamt þátttöku í sítalningum.
• Úrvinnsla gagna og úrbótavinna v/talninga og rýrnun.
• Þjálfun starfsfólks að þáttum sem koma að birgðum fyrirtækisins.
• Þjónusta og stuðningur við verslanir.
Kröfur um menntun og reynslu
• Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi.
• Góð kunnátta á Navision skilyrði
• Góð kunnátta á Excel skilyrði
• Mikil skipulagshæfni, nákvæmni og góðir samskiptahæfileikar.
• Sjálfstæði og frumkvæði í starfi.
Lyf og heilsa er framsækið þjónustufyrirtæki með starfsemi víðsvegar um landið. Fyrirtækið leggur metnað sinn í að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu á sviði heilsu, heilbrigði og lífsgæða.