Verkefnastjóri ferðamála á Austurlandi
Ert þú framsækinn og drífandi verkefnastjóri? Hefur þú brennandi áhuga á ferðamálum og jákvæðri þróun Austurlands? Ertu öflugur í teymisvinnu og átt auðvelt með að skapa heildarsýn yfir málefni?
Austurbrú auglýsir starf verkefnastjóra ferðamála á Austurlandi. Starfið felst í að vinna með samstarfsaðilum í ferðaþjónustu á Austurlandi að uppbyggingu og markaðssetningu landshlutans sem spennandi áfangastaðar.
Helstu verkefni starfsins eru samskipti við ferðaþjónustuaðila á Austurlandi, umsjón með samstarfssamningum, gerð markaðsefnis og þátttaka í viðburðum s.s. ferðasýningum og fundum. Virk þátttaka í starfi markaðsteymis Áfangastaðastofu Austurlands innan og utan fjórðungs. Verkefnið er á svæðisvísu og verkefnastjóri mun vinna með hagaðilum á öllu Austurlandi. Búseta á Austurlandi er skilyrði en verkefnastjóri getur valið hvaða starfsstöð Austurbrúar sem aðalsstarfsstöð. Þekking á umhverfi og samfélagi Austurlands er mikill kostur.
Við leitum að verkefnastjóra sem er jákvæður og skipulagður, á auðvelt með að skapa tengsl og eiga í samskiptum við ólíka aðila. Ef þú vilt vinna að mikilvægum og kraftmiklum verkefnum sem fela í sér fjölbreytt viðfangsefni sem efla Austurland, þá er þetta starfið fyrir þig.
- Samskipti, samráð og fræðsla til samstarfsaðila í ferðaþjónustu á Austurlandi.
- Kortlagning og þróun ferðamannastaða.
- Þátttaka í gerð markaðsefnis og miðlun á þjónustu og viðburðum.
- Umsjón með samstarfssamningum.
- Yfirsýn og kortlagning á ferðaþjónustu á Austurlandi.
- Þátttaka í viðburðum og ferðasýningum.
- Þátttaka í öllu starfi markaðsteymis Áfangastaðastofu Austurlands.
- Samskipti við ytri hagaðila og stofnanir.
- Stefnumótun og miðlun á hugmyndafræði Áfangastaðarins Austurlands.
- Þverfagleg teymisvinna innan allra verkefna Austurbrúar.
- Önnur tengd og tilfallandi verkefni sem viðkomandi eru falin.
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi (s.s. á sviði ferðamála, markaðsmála, samskipta eða verkefnastjórnunar).
- Framúrskarandi hæfni í samskiptum og reynsla af teymisvinnu.
- Sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
- Þekking og reynsla af ferðamálum er kostur.
- Þekking og reynsla af verkefnastjórnun er kostur.
- Þekking á samfélagi svæðisins er kostur.
- Mjög góð færni í íslensku og ensku, önnur tungumál kostur.
- Mjög góð tölvu- og tæknifærni (Office, samfélags- og vefmiðlar)
- Framsýni, jákvæðni og sveigjanleiki.
- Búseta á Austurlandi.
- Bílpróf.
Stytting vinnuvikunnar, sveigjanlegur vinnutími, reglulegir heimavinnudagar, heilsueflandi vinnustaður