Fjarðabyggð
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð

Verkefnastjóri safna

Fjarðabyggð auglýsir starf verkefnastjóra safna laust til umsóknar.

Vilt þú taka þátt í starfi öflugs og samheldins hóps starfsmanna Fjarðabyggðar? Við leitum að einstaklingi með brennandi áhuga á safnastarfi og menningu. Í starfinu er lögð rík áhersla á þverfaglega vinnu í gott samstarf. Mikilvægt er að einstaklingur hafi menntun og reynslu á sviðum safnastarfs til að efla og þróa fjölbreytt söfn Fjarðabyggðar sem varðveita sögu samfélagsins.

Söfnin eru: Náttúrugripasafn Austurlands, Sjóminja- og smiðjusafn Jósafats Hinrikssonar, Myndlistasafn Tryggva Ólafssonar, Sjóminjasafn Austurlands, Íslenska stríðsárasafnið og Frakkar á Íslandsmiðum.

Menningarstofa hefur það hlutverk að efla menningu, listir og skapandi starf í Fjarðabyggð. Hún þjónar sem tengiliður milli stjórnkerfis, fagumhverfis og grasrótarstarfsemi í listum og menningu þvert á svið og stofnanir.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg umsjón með safnastarfi og faglegum verkefnum minjasafna.
  • Vinnur að stefnumótun, þróunar og umbótaverkefnum minjasafna.
  • Skipuleggur og gerir áætlanir um þjónustu og starfsemi minjasafna.
  • Skipuleggur og annast móttöku gesta í söfnum og umhald á skráningum þeirra.
  • Gerð kynningarefnis fyrir söfn og annast auglýsingu þeirra.
  • Viðburða- og verkefnastjórnun í menningu og listum.
  • Vinnur að innleiðingu menningar og lista í frístundastarfi og skólastofnunum.
  • Vinnur að kynningu starfsemi og upplýsingamiðlun um viðburði.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun á sviðum safnastarfs, menningar, lista og eða kennslu er áskilin.
  • Þekking og reynsla af safnastarfi, menningu og listum er æskileg.
  • Reynsla af stýringu verkefna eða viðburðastjórnun er æskileg.
  • Reynsla af upplýsinga- og kynningarmálum æskileg.
  • Góð tungumálakunnátta í íslensku og ensku
  • Góð færni og hæfni til að miðla upplýsingum í töluðu og rituðu máli.
  • Góð tölvukunnátta og þekking á samfélagsmiðlum..
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Frumkvæði og skipulagshæfni.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
Fríðindi í starfi
  • Íþrótta- og tómstundarstyrkur
  • Vinnutímastytting
Auglýsing birt31. október 2024
Umsóknarfrestur19. nóvember 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar