Klasi
Félagið stýrir þróun, hönnun og uppbyggingu fasteignaverkefna ásamt því að vinna að þróun nýrra svæða á skipulags- og framkvæmdastigi. Stefna félagsins er að vera leiðandi á sviði fasteignaþróunar á Íslandi og fyrsti kostur aðila þegar leitað er eftir samstarfi á því sviði.
Félagið vinnur nú meðal annars að hönnun og framkvæmdum verkefnisins 201 Smára í Kópavogi þar sem verða tæplega 700 íbúðir auk þjónustu. Jafnframt er verkefnið Borgarhöfði í undirbúningi þar sem byggðar verða um 1.200 íbúðir auk skrifstofu-, verslunar- og þjónustuhúsnæðis.
Verkefnastjóri á framkvæmdasviði
Klasi leitar að öflugum verkefnastjóra á framkvæmdasviði. Um er að ræða krefjandi og fjölbreytt starf þar sem gefst kostur á að koma að umfangsmiklum framkvæmdaverkefnum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Kostnaðarmat framkvæmdaverkefna.
- Þátttaka í hönnunarferli framkvæmdaverkefna og samningagerð.
- Rekstur og eftirfylgni verksamninga.
- Samskipti og samvinna við ráðgjafa, verktaka og aðra hagsmunaaðila.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi, t.d. verkfræði, byggingarfræði eða sambærilegt.
- Reynsla sem nýtist í starfi, reynsla af sambærilegu starfi er kostur.
- Góð greiningarhæfni ásamt hæfni til að setja fram tölulegar upplýsingar á aðgengilegan hátt.
- Framúrskarandi samskiptafærni, jákvætt viðhorf og sveigjanleiki.
- Frumkvæði, metnaður og gagnrýnin, lausnamiðuð hugsun.
Auglýsing birt30. október 2024
Umsóknarfrestur11. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Verkefnastjóri
Ljósleiðarinn
Samgöngusérfræðingur í tímabundið starf
Strætó bs.
Verkefnastjóri á Suðurlandi
JT Verk
Vélaverk, Véltækni eða Véliðnfræðingur.
Stálvík ehf
Ert þú reynslumikill CRM / Dynamics 365 sérfræðingur?
Wise lausnir ehf.
Ert þú framtíðar CRM / Microsoft Dynamics 365 sérfræðingur?
Wise lausnir ehf.
Verkefnastjóri innkaupa á fjármálasviði
Háskóli Íslands
Verkefnisstjóri á styrkjastofu Vísinda- og nýsköpunarsviðs
Háskóli Íslands
Verkefnisstjóri erlendra rannsóknastyrkja á styrkjastofu
Háskóli Íslands
Verkefnastjóri á framkvæmdadeild
Vegagerðin
Design Transfer Engineer
Embla Medical | Össur
Product Manager for flight systems and services
PLAY