Fjarðabyggð
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð

Deildarstjóri á fjármála- og greiningarsvið

Fjarðabyggð auglýsir eftir deildarstjóra á fjármála- og greiningarsvið til starfa. Um er að ræða tækifæri til að taka þátt í fjármála- og reikningshaldstjórnun í frábæru sveitarfélagi.

Fjármála og greiningasvið er stoðsvið við önnur svið og stofnanir Fjarðabyggðar. Verkefni fjármála- og greiningarsviðs eru m.a umsjón með fjárhagsupplýsingakerfi, áætlanagerð og gerð fjárhagsyfirlita og ársreiknings. Greiningar og upplýsingagjöf um rekstur sveitarfélagsins og stofnana þess.

Helstu verkefni og ábyrgð

Megin viðfangsefni starfsins er að leiða reikningshaldsvinnslu sveitarfélagsins og stofnana þess. Stjórna vinnslu fjármála- og greiningarsviðs sem tengjast reikningshaldi, meðferð fjármuna og úrvinnslu fjárhagslegra upplýsinga. Einnig að bera ábyrgð á uppgjörum og gerð ársreikninga og taka þátt í umbótaverkefnum í tengslum við rekstur Fjarðabyggðar og gerðar fjárhagsáætlana. Greiningar og upplýsingagjöf til stjórnenda.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Þekking og reynsla af fjárhagsbókhaldi og reikningsskilum
  • Þekking á lögum og reglugerðum er gilda um reikningshald sveitarfélaga
  • Þekking og reynsla af áætlunargerð, greiningu og framsetningu tölulegra upplýsinga
  • Þekking og reynsla af Dynamics 365 BC eða sambærilegu kerfi, kostur en ekki skilyrði.
  • Mikil Excel kunnátta og góð almenn tölvuþekking s.s. á Word og Outlook
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Frumkvæði og skipulagshæfni
  • Mikil nákvæmni og vandvirkni í störfum
  • Lipurð í mannlegum samskiptum og hæfni til að starfa í teymi
  • Geta og áhugi til að taka þátt í og stjórna breytingum
  • Metnað til að ná árangri
  • Færni í að geta leiðbeint og veitt ráðgjöf til samstarfsmanna og annarra stjórnenda
Fríðindi í starfi
  • Vinnutímastytting
  • Íþrótta- og tómstundarstyrkur
Auglýsing birt29. október 2024
Umsóknarfrestur19. nóvember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar