Sensa ehf.
Sensa ehf.
Sensa ehf.

Sérfræðingur fjármála / Finance controller

Sensa óskar eftir að ráða til starfa öflugan sérfræðing á fjármálasvið fyrirtækisins. Um er að ræða áhugavert og krefjandi starf í sveigjanlegu og skemmtilegu starfsumhverfi.

Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi með mikla greiningarhæfni og góða þekkingu á bókhaldi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með fjárhags- og viðskiptabókhaldi
  • Mánaðarleg uppgjör, afstemmingar og tryggir réttmæti fjárhagsupplýsinga
  • Ábyrgð á að skipulag bókhalds og vinnubrögð séu í samræmi við lög og viðurkenndar reikningskilareglur
  • Ársreikningur, undirbúningur ársreiknings og skattaleg skýrslugerð ásamt virðisaukaskattsuppgjörum 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun á sviði viðskiptafræði eða sambærileg menntun 
  • Framhaldsmenntun í reikningshaldi og/eða endurskoðun er æskileg
  • Þekking og reynsla á færslu, skipulagningu og uppgjöri bókhalds er skilyrði 
  • Þekking á lögum og reglum um bókhald og reikningsskil ásamt lögum um virðisaukaskatt
  • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur 
  • Nákvæm og öguð vinnubrögð 
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi 
  • Almenn tölvukunnátta 
Fríðindi í starfi
  • Samgöngustyrkur fyrir þá sem kjósa annan ferðamáta en einkabílinn 
  • Íþróttastyrkur 
  • Hjólageymsla, líkamsræktar- og sturtuaðstaða 
  • Fyrsta flokks mötuneyti 
  • Sveigjanlegur vinnutími og möguleikar á fjarvinnu
Auglýsing birt20. desember 2024
Umsóknarfrestur3. janúar 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Valkvætt
Mjög góð
Staðsetning
Lyngháls 4, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar