HS Veitur hf
HS Veitur eru framsækið þekkingar- og þjónustufyrirtæki í veitustarfsemi sem telst til mikilvægra innviða. Hjá HS Veitum starfa um 100 starfsmenn á fjórum starfstöðvum sem sinna margvíslegum störfum. Fyrirtækið þjónar mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins og eru íbúar á veitusvæði HS Veitna rúmlega 84 þúsund.
Í fyrirtækinu ríkir jákvæður starfsandi sem einkennist af sterkri liðsheild og virðingu í samskiptum.
Framkvæmdastjóri Þjónustu & snjallra lausna
HS Veitur leita að framsýnum og drífandi einstaklingi með áhuga á þjónustu, tækni og stöðugum umbótum til að leiða teymi starfsfólks sem sinnir þjónustu, innheimtu og snjallmælum fyrirtækisins.
Framkvæmdastjóri þjónustu hefur forystu um stefnumótun og þróun þjónustu á nýju sviði með það að markmiði að bæta þjónustu HS Veitna ennfrekar og skapa nýjar og snjallar lausnir til að uppfylla þarfir viðskiptavina.
Viðkomandi þarf að búa yfir framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfni og kunnáttu til að leysa fjölbreytt og krefjandi verkefni. Áhugi á þjónustuupplifun og tækni er mikilvægur. Framkvæmdastjóri þjónustu heyrir beint undir forstjóra og situr í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stjórnun og stefnumótun þjónustusviðs.
- Þróa og endurnýja verkferla þvert á fyrirtækið með það að markmiði að efla og bæta þjónustu.
- Eftirfylgni snjallmælavæðingar og tæknilausna sem þeim tengjast.
- Úrlausn flóknari verkefna sem upp koma í þjónustu, innheimtu og mælum.
- Setja upp lykilmælikvarða og markmið.
- Mælingar á ánægju viðskiptavina.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun á sviði verkfræði, viðskiptafræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla af stjórnun.
- Reynsla af þjónustustjórnun kostur.
- Góð tæknikunnátta kostur.
- Mjög góð tölvukunnátta.
- Öguð og skipulögð vinnubrögð byggð á metnaði og árangri.
- Framúrskarandi leiðtoga og samskiptahæfni.
- Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.
Auglýsing birt23. desember 2024
Umsóknarfrestur17. janúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Brekkustígur 36, 260 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
BreytingastjórnunInnleiðing ferlaLeiðtogahæfniSjálfstæð vinnubrögðSkipulagStarfsmannahaldStefnumótunVerkefnastjórnunÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Framleiðsluverkfræðingur | Manufacturing Engineer
Embla Medical | Össur
Data Engineer | Embla Medical
Embla Medical | Össur
Sérfræðingur á tækjabúnaðardeild
Vegagerðin
Senior Software Engineer
CCP Games
Sérfræðingur á sviði umhverfisgæða
Umhverfisstofnun
Sérfræðingur í jarðvarma
Verkís
Sérfræðingur á sviði straum- og/eða vatnafræði
Verkís
Deildarstjóri reikningshalds og fjárreiðna
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Sérfræðingur fjármála / Finance controller
Sensa ehf.
Ráðgjafi í viðskiptalausnum
Wise ehf.
Starf á Fjármálasviði - Bókari
Cargow Thorship
Customer Experience Manager
Medis