HS Veitur hf
HS Veitur hf
HS Veitur hf

Framkvæmdastjóri Þjónustu & snjallra lausna

HS Veitur leita að framsýnum og drífandi einstaklingi með áhuga á þjónustu, tækni og stöðugum umbótum til að leiða teymi starfsfólks sem sinnir þjónustu, innheimtu og snjallmælum fyrirtækisins.

Framkvæmdastjóri þjónustu hefur forystu um stefnumótun og þróun þjónustu á nýju sviði með það að markmiði að bæta þjónustu HS Veitna ennfrekar og skapa nýjar og snjallar lausnir til að uppfylla þarfir viðskiptavina.

Viðkomandi þarf að búa yfir framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfni og kunnáttu til að leysa fjölbreytt og krefjandi verkefni. Áhugi á þjónustuupplifun og tækni er mikilvægur. Framkvæmdastjóri þjónustu heyrir beint undir forstjóra og situr í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stjórnun og stefnumótun þjónustusviðs.
  • Þróa og endurnýja verkferla þvert á fyrirtækið með það að markmiði að efla og bæta þjónustu.
  • Eftirfylgni snjallmælavæðingar og tæknilausna sem þeim tengjast.
  • Úrlausn flóknari verkefna sem upp koma í þjónustu, innheimtu og mælum.
  • Setja upp lykilmælikvarða og markmið.
  • Mælingar á ánægju viðskiptavina.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði verkfræði, viðskiptafræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af stjórnun.
  • Reynsla af þjónustustjórnun kostur.
  • Góð tæknikunnátta kostur.
  • Mjög góð tölvukunnátta.
  • Öguð og skipulögð vinnubrögð byggð á metnaði og árangri.
  • Framúrskarandi leiðtoga og samskiptahæfni.
  • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.
Auglýsing birt23. desember 2024
Umsóknarfrestur17. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Brekkustígur 36, 260 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.BreytingastjórnunPathCreated with Sketch.Innleiðing ferlaPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.StarfsmannahaldPathCreated with Sketch.StefnumótunPathCreated with Sketch.VerkefnastjórnunPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar