Ert þú reynslumikill CRM / Dynamics 365 sérfræðingur?
Wise leitar að öflugum aðila í vaxandi teymi. Starfið felst í ráðgjöf og þjónustu tengdum Dynamics 365 viðskiptalausnum í skýinu, stafrænum umbreytingaverkefnum og öðrum spennandi verkefnum, auk þátttöku í vöruþróun fyrir hóp viðskiptavina í hinum ýmsu geirum atvinnulífsins. Viðkomandi fær tækifæri til að taka þátt í verkefnum sem hafa raunveruleg áhrif og skipta máli fyrir viðskiptavini og stuðla að árangri þeirra.
Við leitum að kraftmiklum, sjálfstæðum einstaklingum sem eiga auðvelt með að vinna í hóp, hafa áhuga á hugbúnaði og nýjustu tækni við hönnun og þróun hugbúnaðar.
Hjá Wise færð þú tækifæri til að
- Hafa áhrif á áherslur og frekari mótun teymis
- Framkvæma ferla- og þarfagreiningar fyrir viðskiptavini
- Hanna og þróa lausnir fyrir viðskiptavini
- Veita framúrskarandi ráðgjöf
- Innleiða lausnir og veita stuðning til viðskiptavina
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun á sviði upplýsingatækni eða önnur reynsla sem nýtist í starfi
- Reynsla af CRM lausnum / Dynamics 365 Sales / Dynamics 365 Field Service
- Reynsla af Microsoft Power Platform (Power BI, Power Apps, Power Automate)
- Áhugi á tækni og þróun
- Rík þjónustulund
- Lausnamiðuð hugsun og aðlögunarhæfni
- Góð færni í mannlegum samskiptum
- Reynsla af forritun er kostur
- Reynsla af skjala- og gæðamálum er kostur
- Reynsla af Microsoft 365 (SharePoint, Teams, OneDrive, o.s.frv.) er kostur
Við hlökkum til að fá umsóknina þína
Tekið er á móti umsóknum til og með 19. janúar 2025. Frekari upplýsingar veita Gunnar Örn Haraldson, Tech Lead 365 (gunnaroh@wise.is) og Harpa Hrund Jóhannsdóttir, á mannauðssviði (harpah@wise.is).