Veðurstofa Íslands
Hjá Veðurstofu Íslands starfar öflugur hópur fólks sem hefur það hlutverk að stuðla að bættu öryggi almennings, eigna og innviða gagnvart öflum náttúrunnar. Því hlutverki sinnir starfsfólk Veðurstofunnar með vöktun lofts, láðs og lagar, byggðri á öflun og greiningu gagna, rannsóknum, þróun og miðlun upplýsinga. Jafnframt er það hlutverk Veðurstofunnar að styðja við sjálfbæra nýtingu náttúrunnar og samfélagslega hagkvæmni
Sérfræðingur í hugbúnaðarþróun
Veðurstofa Íslands auglýsir eftir sérfræðingi í hugbúnaðarþróun sem kemur til starfa á Athugana- og upplýsingatæknisviði. Sviðið sinnir margþættu hlutverki við rekstur og þróun til öflunar gagna fyrir langtíma náttúrufars- og auðlindarannsóknir auk vöktunar náttúruvár. Í boði er spennandi og krefjandi starf í hópi 35 starfsmanna við rekstur á innviðum og mælikerfum sem telja hátt í 600 stöðvar vítt og breytt um landið.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þróun Rest APIs fyrir gagnadeilingu
- Vinna með sérfræðingum að þróun á gagnainnlestri, gagnabirtingu og gagnavinnslu
- Þróun og viðhald á innanhúss vefsíðum sem eru notaðar til vöktunar á náttúruvá, birtingu og skráningu gagna
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólanám á sviði tölvunarfræði, verkfræði, tæknifræði eða sambærileg reynsla sem nýtist í starfi
- Reynsla af forritunarmálunum Python og Typescript
- Þekking á PostgreSQL og APIs
- Þekking á TimescaleDB og Linux er kostur
- Færni í mannlegum samskiptum
- Hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymisvinnu
- Frumkvæði og faglegur metnaður í starfi
- Gott vald á töluðu og rituðu máli í íslensku og ensku
Fríðindi í starfi
- Möguleiki á fjarvinnu tvo daga í viku
- Sveigjanlegur vinnutími
- Samgöngu-, net- og símastyrkur
- Mötuneyti
- Hjólageymsla, gufa, líkamsræktar- og sturtuaðstaða
- Öflugt starfsmannafélag
Auglýsing birt2. janúar 2025
Umsóknarfrestur20. janúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Bústaðavegur 7, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PythonSQLTypeScript
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Software Engineer
Kaptio
Software Developer
Rapyd Europe hf.
Leiðandi upplýsingaöryggisstjóri óskast
RARIK ohf.
Leiðtogi upplýsingatækni
Mosfellsbær
Kennari á Microsoft-hugbúnað
Akademias
Ert þú reynslumikill CRM / Dynamics 365 sérfræðingur?
Wise lausnir ehf.
Ert þú framtíðar CRM / Microsoft Dynamics 365 sérfræðingur?
Wise lausnir ehf.
Data Engineer
APRÓ
Azure DevOps Engineer
APRÓ
Sérfræðingur stafrænna verkefna
Fastus
Framendaforritari í þróunarteymi
dk hugbúnaður ehf.
Lausnasérfræðingur
Icelandia