Veðurstofa Íslands
Veðurstofa Íslands
Veðurstofa Íslands

Sérfræðingur í hugbúnaðarþróun

Veðurstofa Íslands auglýsir eftir sérfræðingi í hugbúnaðarþróun sem kemur til starfa á Athugana- og upplýsingatæknisviði. Sviðið sinnir margþættu hlutverki við rekstur og þróun til öflunar gagna fyrir langtíma náttúrufars- og auðlindarannsóknir auk vöktunar náttúruvár. Í boði er spennandi og krefjandi starf í hópi 35 starfsmanna við rekstur á innviðum og mælikerfum sem telja hátt í 600 stöðvar vítt og breytt um landið.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þróun Rest APIs fyrir gagnadeilingu
  • Vinna með sérfræðingum að þróun á gagnainnlestri, gagnabirtingu og gagnavinnslu
  • Þróun og viðhald á innanhúss vefsíðum sem eru notaðar til vöktunar á náttúruvá, birtingu og skráningu gagna 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólanám á sviði tölvunarfræði, verkfræði, tæknifræði eða sambærileg reynsla sem nýtist í starfi
  • Reynsla af forritunarmálunum Python og Typescript
  • Þekking á PostgreSQL og APIs
  • Þekking á TimescaleDB og Linux er kostur
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymisvinnu
  • Frumkvæði og faglegur metnaður í starfi
  • Gott vald á töluðu og rituðu máli í íslensku og ensku
Fríðindi í starfi
  • Möguleiki á fjarvinnu tvo daga í viku
  • Sveigjanlegur vinnutími
  • Samgöngu-, net- og símastyrkur
  • Mötuneyti
  • Hjólageymsla, gufa, líkamsræktar- og sturtuaðstaða
  • Öflugt starfsmannafélag
Auglýsing birt2. janúar 2025
Umsóknarfrestur20. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Bústaðavegur 7, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.PythonPathCreated with Sketch.SQLPathCreated with Sketch.TypeScript
Starfsgreinar
Starfsmerkingar