Fastus
Fastus

Sérfræðingur stafrænna verkefna

Fastus óskar eftir að ráða tæknilegan og lausnamiðaðan sérfræðing til að sinna rekstri og þróun á stafrænum lausnum fyrirtækisins. Viðkomandi kemur til með að leiða þróun og rekstur slíkra verkefna og taka þátt í að móta framtíðarsýn hvað stafrænar lausnir varðar. Um er að ræða nýtt starf hjá spennandi fyrirtæki.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Greining, innleiðing, rekstur og þróun á stafrænum lausnum
  • Verkefnastjórnun á stafrænum umbreytingarverkefnum
  • Umsjón yfir stafrænum tæknilausnum innan fyrirtækisins
  • Fylgjast með þróun stafrænna nýjunga og nýta þær
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi s.s. tölvunarfræði eða verkfræði er kostur
  • Reynsla og þekking af stafrænum umbreytingarverkefnum
  • Reynsla af forritun og stjórnun kerfa er skilyrði
  • Þekking á RPA, Flutter flow og Power apps
  • Góð greiningarhæfni og lausnamiðuð hugsun
  • Rík samskiptafærni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
Auglýsing birt2. janúar 2025
Umsóknarfrestur9. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Höfðabakki 7, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar