Fastus
Þann 1. janúar 2024 sameinuðust fyritækin Fastus, Expert, Expert kæling og GS Import undir einni kennitölu. Hið sameinaða félag heitir Fastus ehf. en skiptist í tvö meginsvið; Fastus heilsu og Expert. Af þessu tilefni hefur farið fram gagnger endurskoðun á útliti fyrirtækjanna og heildarásýnd.
Fastus ehf er framsækið þjónustufyrirtæki sem sér fyrirtækjum og stofnunum fyrir hágæða vörum, tækjum og búnaði.
Markmið okkar hefur frá upphafi verið að byggja upp lifandi fyrirtæki sem skarar fram úr á krefjandi markaði og vera fyrsti valkostur viðskiptavina, birgja og annarra samstarfsaðila. Forsenda þess er þekking, reynsla og metnaður starfsfólks sem nýtur þess að ná árangri og vaxa með hverju verki.
Nánari upplýsingar á www.fastus.is
Sérfræðingur stafrænna verkefna
Fastus óskar eftir að ráða tæknilegan og lausnamiðaðan sérfræðing til að sinna rekstri og þróun á stafrænum lausnum fyrirtækisins. Viðkomandi kemur til með að leiða þróun og rekstur slíkra verkefna og taka þátt í að móta framtíðarsýn hvað stafrænar lausnir varðar. Um er að ræða nýtt starf hjá spennandi fyrirtæki.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Greining, innleiðing, rekstur og þróun á stafrænum lausnum
- Verkefnastjórnun á stafrænum umbreytingarverkefnum
- Umsjón yfir stafrænum tæknilausnum innan fyrirtækisins
- Fylgjast með þróun stafrænna nýjunga og nýta þær
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi s.s. tölvunarfræði eða verkfræði er kostur
- Reynsla og þekking af stafrænum umbreytingarverkefnum
- Reynsla af forritun og stjórnun kerfa er skilyrði
- Þekking á RPA, Flutter flow og Power apps
- Góð greiningarhæfni og lausnamiðuð hugsun
- Rík samskiptafærni og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góð íslensku- og enskukunnátta
Auglýsing birt2. janúar 2025
Umsóknarfrestur9. janúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Höfðabakki 7, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Software Engineer
Kaptio
Software Developer
Rapyd Europe hf.
Leiðandi upplýsingaöryggisstjóri óskast
RARIK ohf.
Leiðtogi upplýsingatækni
Mosfellsbær
Kennari á Microsoft-hugbúnað
Akademias
Sérfræðingur í hugbúnaðarþróun
Veðurstofa Íslands
Ert þú reynslumikill CRM / Dynamics 365 sérfræðingur?
Wise lausnir ehf.
Ert þú framtíðar CRM / Microsoft Dynamics 365 sérfræðingur?
Wise lausnir ehf.
Data Engineer
APRÓ
Azure DevOps Engineer
APRÓ
Framendaforritari í þróunarteymi
dk hugbúnaður ehf.
Lausnasérfræðingur
Icelandia