Verkefnastjóri á Suðurlandi
JT Verk veitir sérhæfða þjónustu á sviði framkvæmda og verkefnastjórnunar byggingaverkefna. Verkefnastjórar okkar búa yfir mikilli reynslu úr framkvæmdageiranum, og hafa gegnt lykilstöðum í stjórnun og rekstri margra stórra verkefna í gegnum tíðina.
Vegna sterkrar verkefnastöðu óskar JT Verk eftir öflugu starfsfólki í áframhaldandi uppbyggingu. Æskilegt er að viðkomandi hafi búsetu á Suðurlandi eða sé tilbúinn til þess að starfa á svæðinu dagsdaglega.
Helstu verkefni og ábyrgðir:
- Virk þátttaka í verkefnum JT verk, s.s. verkefnastjórn, byggingastjórn. þróun verkefna, hönnunarstjórn og framkvæmdaráðgjöf
- Verk- og kostnaðaráætlanagerð
- Viðskiptaþróun í samstarfi við framkvæmdastjóra
Hæfnikröfur:
- Háskólagráða í verkfræði, byggingafræði, byggingatæknifræði og/eða haldbær reynsla í stjórnun byggingaframkvæmda
- Góð tök á áætlanagerð og kostnaðareftirliti
- Færni og vilji til þess að vera í daglegum samskiptum við viðskiptavini, oft á verkstað
JT Verk var stofnað árið 2017 og hefur vaxið ört á síðustu árum. Í dag starfa 16 sérfræðingar og stjórnendur hjá félaginu og áætlanir gera ráð fyrir áframhaldandi uppbyggingu og þróun.
Nánari upplýsingar veitir:
Kristján Pétur Sæmundsson, Brú Talent, kristjan@bru-talent.is
Umsóknir óskast ásamt ferilskrá og kynningarbréfi (í einu skjali). Umsóknarfrestur er til og með 12. janúar nk.