Heilbrigðiseftirlit Norðurl vestra
Heilbrigðiseftirlit Norðurl vestra
Heilbrigðiseftirlit Norðurl vestra

Heilbrigðisfulltrúi - Norðurlandi vestra

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra auglýsir lausa til umsóknar stöðu heilbrigðisfulltrúa með starfssvæði á Norðurlandi vestra. Svæðið nær frá vestanverðum Hrútafirði til Ólafsfjarðar. Skrifstofa er staðsett á Sauðárkróki.

Heilbrigðisfulltrúar starfa í umboði heilbrigðisnefnda og hafa umsjón með leyfisveitingum fyrirtækja og eftirlit með hollustuháttum, matvælum, umhverfisgæðum og mengandi starfsemi í samræmi við eftirlitsáætlun hverju sinni.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Reglubundið eftirlit með fyrirtækjum og stofnunum í samræmi við þau lög sem um starfsemina gildir
  • Útgáfa starfsleyfa, vinna starfsleyfisskilyrði, skráning, umsagnir og skýrslugerð
  • Fagleg ráðgjöf og umsagnir
  • Móttaka ábendinga og kvartana
  • Hönnun verkferla og eftirlitsáætlana
  • Að veita faglega ráðgjöf og upplýsingamiðlun til fyrirtækja, stofnana og almennings
  • Að sinna öðrum verkefnum sem eftirlitinu ber skv. starfslýsingu og að beiðni yfirmanns
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Krafa er um háskólamenntun á sviði heilbrigiðsvísinda, raunvísinda s.s. matvælafræði, líffræði, dýralækningar, umhverfisfræði eða sambærileg menntun.
  • Viðkomandi þarf að hafa eða mun þurfa að afla sér réttinda til að starfa sem heilbrigðisfulltrúi skv. reglugerð nr 571/2002 um menntun og skyldur heilbrigðisfulltrúa.
  • Viðkomandi þarf að hafa gott vald á íslensku, bæði rituðu og töluðu máli og hafa framúrskarandi samskiptahæfileika.
  • Bílpróf er skilyrði.
Fríðindi í starfi

Heilbrigiðseftirlit Norðurlands vestra er fjölskylduvænn vinnustaður sem getur boðið uppá sveigjanlegan vinnutíma.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til og með 17. janúar n.k.

Auglýsing birt3. janúar 2025
Umsóknarfrestur17. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Sæmundargata 1, 550 Sauðárkrókur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar