Samgöngusérfræðingur í tímabundið starf
Strætó bs. óskar eftir skipulögðum og nákvæmum sérfræðingi til starfa við samgönguskipulag. Um er að ræða tímabundna stöðu út janúar 2026, með möguleika á framlengingu að þeim tíma liðnum. Megináhersla starfsins er að vinna að skipulagi og áætlunum vegna leiðakerfis Strætó bs. á höfuðborgarsvæðinu. Starfið hentar vel þeim sem vilja afla sér reynslu á sviði skipulags- og samgöngumála.
· Hönnun og skipulag almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu í nútíð og framtíð
· Ráðgjöf og samskipti við sveitarfélög og Vegagerðina um leiðakerfismál
· Greiningarvinna við leiðakerfi og farþegatalningar
·Vinna við gerð vagnaferla fyrir alla akstursaðila
· Vinna við útboðsmál
· Samskipti við akstursaðila og aðra samstarfsaðila
· Kynningar um leiðakerfismál
· Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Framhaldsmenntun á sviði samgöngu- og skipulagsmála kostur
· Áhugi á skipulags- og samgöngumálum
· Mjög góð tölvuþekking, reynsla af forritun og gagnavinnslu er kostur
· Greiningarhæfni, nákvæmni og sjálfstæð vinnubrögð
· Góð samskiptafærni og metnaður til að ná árangri í starf
· Hæfni í ræðu og riti á íslensku og ensku. Norðurlandamál er kostur