EFLA hf
EFLA er leiðandi þekkingarfyrirtæki sem veitir fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði, tækni og tengdra greina. Hjá EFLU starfa um 400 starfsmenn í samstæðu fyrirtækisins á Íslandi og erlendis. EFLA hefur á að skipa mjög hæfu og reynslumiklu fagfólki á fjölmörgum sviðum. Sameiginlegt markmið þess er að auka virði fyrir viðskiptavinina með því að veita bestu mögulegu þjónustu og lausnir.
Sérfræðingur í rekstrargreiningum
EFLA óskar eftir að ráða sérfræðing í gagnagreiningum á rekstrarsviði sem annast fjármál félagsins og styður við dótturfélög þess. Leitað er að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á greiningum gagna og miðlun þeirra, og hefur eldmóð til að taka þátt í þróun félagsins inn í nýja og spennandi tíma ásamt öflugu teymi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þátttaka í gagnavinnslu og greiningu á rekstrargögnum sem nýtast við ákvarðanatöku og stefnumótun
- Vinna við uppsetningu og þróun mælaborða og skýrslna í Power BI
- Þátttaka í kostnaðargreiningu og eftirlit
- Þátttaka í áætlanagerð
- Rekstrartengd verkefni og greiningar ýmiskonar
- Útreikningar á arðsemi verkefna
- Skýrslugerð og miðlun gagna
- Þátttaka í þróun og rekstri vöruhúss gagna
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf sem nýtist í starfi, t.d. á sviði viðskipta, verkfræði, gagnavísinda eða skyldra greina
- Reynsla af sambærilegu starfi
- Góð greiningahæfni
- Gott vald á úrvinnslu og framsetningu fjármálaupplýsinga
- Góð færni í notkun á helstu upplýsingatæknilausnum, sérstaklega excel og Power BI
- Færni til að tileinka sér nýja þekkingu og færni
- Framúrskarandi samskiptahæfni
- Heiðarleiki, drifkraftur og jákvætt viðmót
- Metnaður, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
- Góð færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku
Fríðindi í starfi
- Góður og hollur matur í hádeginu
- Vellíðunarstyrkur
- Samgöngustyrkur
- Hreyfistyrkur
- Fæðingarstyrkur
- Gleraugnastyrkur
- Símastyrkur
- Símaáskrift og heimatenging
Auglýsing birt2. janúar 2025
Umsóknarfrestur12. janúar 2025
Tungumálahæfni
Enska
Mjög góðNauðsyn
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Lyngháls 4, 110 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Starfsmaður í bókhald
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili
Sérfræðingur í veituhönnun
COWI
Viðskiptaþróunarstjóri
Medor
Heilbrigðisfulltrúi - Norðurlandi vestra
Heilbrigðiseftirlit Norðurl vestra
Sérfræðingur í hagdeild
Sýn
Sérfræðingur í landupplýsingum óskast á Akureyri
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)
Leiðtogi upplýsingatækni
Mosfellsbær
Verkefnastjóri
Ljósleiðarinn
Samgöngusérfræðingur í tímabundið starf
Strætó bs.
Verkefnastjóri á Suðurlandi
JT Verk
Vélaverk, Véltækni eða Véliðnfræðingur.
Stálvík ehf
Ert þú reynslumikill CRM / Dynamics 365 sérfræðingur?
Wise lausnir ehf.